Reykjavíkurborg langneðst í þjónustukönnun Capacent

halldor_borgarstjorn0302

Veigamikil þjónustukönnun sem Capacent gerði á þjónustuþáttum stærstu sveitarfélagana var til umræðu í borgarstjórn í dag. Niðurstaða könnuninnar eru gríðarleg vonbrigði fyrir Reykjavíkurborg.

Á fundi borgarstjórnar í gær fóru fram líflegar umræður um þjónustukönnunina. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi um málið:

Þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur, eldri borgara og fatlað fólk lendir Reykjavíkurborg í neðsta sæti í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög landsins. Sömuleiðis lendir höfuðborgin í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu grunnskóla, leikskóla,  sorphirðu og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þetta er niðurstaða þjónustukönnunar sem byggir á spurningum sem lagðar voru fyrir borgarbúa og íbúa annarra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg lendir einnig í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu sveitarfélagsins í heild sinni.Að mati borgarbúa er sú þjónusta sem veitt er í borginni óviðunandi og alls ekki sambærileg við þá þjónustu sem veitt er í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt marga þjónustuþætti borgarinnar á kjörtímabilinu og undirstrikar könnunin gagnrýni borgarfulltrúanna.