„Þetta er alveg rosalegt“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

„Þetta er alveg rosalegt“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Það er eitthvað mikið að því kerfi sem sett var upp og hefur hlotið mjög mikla gagnrýni. Maður á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hversu hræðilegt þetta hefur verið fyrir Ólöfu Þorbjörgu“, bætir Halldór við í Facebook uppfærslu í gærkvöldi.

Mikil umræða hefur skapast um mál Ólafar Þorbjörgu en hún var skilin eftir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í sjö klst í gær.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu um málið í borgarráði í dag.