Vilja skoða starfsemi Þorrasels

thorrasel

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn kölluðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðssfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um breytingar á starfseminni í Þorraseli.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja upplýsingar um það hvort meirihlutinn í Reykjavík ætli að koma í gegn einhliða breytingum án samráðs við íbúa á starfseminni í Þorraseli þar sem stendur til að breyta starfseminni í skrifstofuhúsnæði fyrir samþættingu heimaþjónustu, sem er allt annars eðlis en félagsstarfsemi aldraðra eða dagdeild sem til var stofnað við úthlutun byggingarréttarins árið 1991 og hefur síðan verið í framkvæmd. Íbúar að Þorragötu 5-7-9 hafa haft ástæðu til að treysta á að sú starfsemi sem hefur verið í þágu aldraðra verði áfram í húsinu. Það að sú starfsemi er í húsinu hefur jafnvel ráðið afstöðu einhverra þeirra til íbúðarsetu. Þá kölluðu þeir einnig eftir upplýsingum um hvað fyrirhugaðar breytingar kosta bæði í Þorraseli og á Vesturgötu?