Skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar skoðaðar

Hildur Sverrisdóttir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í gær sem sneri að skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar. Upp kom umræða um málið þegar að fimm fulltrúar meirihlutans sátu hjá við skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð borgarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfultrúi talaði fyrir tillögunni. Hún sagði að það væri lýðræðislega óeðlilegt að gera skipun annarra flokka í nefndir og ráð pólitíska eins og formið bjóði upp á með að bjóða upp á hjásetu. Flokkarnir eiga að hafa fullt lýðræðislegt umboð til að skipa hverja þá sem þeim hugnast og bera með því pólitíska ábyrgð á…

Friðarspillir fari úr Rögnunefndinni

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi í dag er til samþykktar framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Hlíðarendasvæðis sem þýðir að uppbygging hefst þar fljótlega. Degi B. Eggertssyni er að takast ætlunarverk sitt að loka neyðarbrautinni og koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að Rögnunefndin sé enn að störfum og þrátt fyrir það að innanríkisráðherra hafi ítrekað það í lok árs 2013 að flugbrautinni verði ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun meðan Rögnunefndin er enn að störfum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Dagur B. situr einmitt í nefndinni og ætti að vera fullkunnugt um…

Hlíðarendi á dagskrá borgarstjónar

halldor_borgarstjorn0302

Borgarstjórnarfundur hófst núna kl. 14:00 og er í beinni útsendingu hér. Á fundinum eru nokkur mál, þar helst umræða um ferðaþjónustu fatlaðra, málefni grunnskóla Reykjavíkur og Hlíðarendi. Dagskrá fundarins 1. Umræða um rafrænar íbúakosningar, Betri hverfi 2015 (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipan fulltrúa í ráð og nefndir 3. Umræða um móttöku og þjónustu við flóttafólk í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 4. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðra (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 5. Umræða um málefni grunnskóla Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 6. Umræða um tillögur og afbrigði á borgarstjórnarfundum…

Óskýr svör Strætó

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs 15. janúar sl. báðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um svör við átta spurningum sem varða ferðaþjónustu fatlaðra. Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. fengust loksins svör við þeim spurningum en þóttu svörin ekki vera fullnægjandi að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Svör Strætó 1. Hvaða tölvukerfi var tekið upp hjá Strætó bs. til að sinna þessu verkefni? Nous DR frá fyrirtækinu Trapeze 2. Var þetta keypt sem staðlað kerfi eða er þetta sérsmíðað og þá af hverjum? Staðlað kerfi. 3. Var sú þjónusta boðin út? Nei, enda undir viðmiðunarmörkum bæði skv. reglugerð stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, og innkaupastefnu…

Er Reykjavík velferðarborg?

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Þessu veltir fyrir sér Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi, sem verður gestur Óðins á málefnafundi á morgun, laugardag, 14. febrúar. Fundurinn hefst í Valhöll kl. 10:30 og eru allir velkomnir.  

Opinn fundur um samfélagsmál

Kjartan og Marta

Í tilefni af útkomu skýrslu um sameiningar menntastofnanna á síðasta kjörtímabili heldur Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi opinn fund laugardaginn 14. febrúar klukkan 10:30 til 12:00 í félagsheimili okkar að Hverafold 1-3 (ath. nýtt heimilisfang). Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi verða gestir fundarins á laugardaginn kemur og munu þau fjalla um nýútkomna skýrslu um sameiningar skóla, leikskóla og skóla- og frístundaráðs. Við hvetjum sem flesta að kíkja í morgunkaffi laugardaginn 14. febrúar og eiga gott spjall um samfélagsmálin í hverfinu okkar, allir velkomnir. Á næstu mánuðum mun Félag sjálfstæðimanna í Grafarvogi standa fyrir fleiri opnum fundum á laugardagsmorgnum. Hægt…

Engin svör borist

Halldór á RÚV

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa enn engin svör fengið við spurningu um ferðaþjónustu fatlaðra sem lögð var fram þann 15. janúar síðastliðinn. Fyrirspurnin var í átta liðum um undirbúning breytinga á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fatlaðra og hvernig kaupum á tölvukerfi var háttað. „Það hefur gengið mjög illa að fá svör við spurningum innan kerfisins. Maður hefði haldið að það hefði gefist tími til að svara þessum spurningum okkar. Auðvitað er forgangsmál að ná tökum á því ófremdarástandi sem ríkir í ferðaþjónusta fatlaðra, en við teljum að svör við spurningum okkar gætu verið liður í því að skilja vandann betur,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti…

Halldór á Sprengisandi

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilsonar í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Sveinbjörg Birna Sveinbjörrnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Framsóknar- og flugvallarvinar og S. Björn Blöndal, oddviti borgarstjórnarhóps Bjartrar Framtíðar voru einnig í settinu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.

Óska eftir upplýsingum um verkferla

Áslaug og Börkur

Á fundi velferðarráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu: Óskað er eftir upplýsingum um það verkferli sem viðhaft er þegar barn eða fatlaður einstaklingur sem ekki getur tjáð sig neitar að fara með ferðaþjónustu eða finnst ekki þegar ferðaþjónustu ber að garði. Fer eitthvað tilkynningarferli af stað og hvernig er því háttað. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um hvaða reglur eigi við á þeim stöðum sem annast fatlaða s.s. Hitt húsið, skammtímavistanir, dagvistanir og fleira. Á hvaða tímapunkti er haft samband við foreldra? Er þetta verkferli kynnt og kennt til dæmis á námskeiðum sem starfsmenn sækja? Áslaug…

„Þetta er alveg rosalegt“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

„Þetta er alveg rosalegt“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Það er eitthvað mikið að því kerfi sem sett var upp og hefur hlotið mjög mikla gagnrýni. Maður á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hversu hræðilegt þetta hefur verið fyrir Ólöfu Þorbjörgu“, bætir Halldór við í Facebook uppfærslu í gærkvöldi. Mikil umræða hefur skapast um mál Ólafar Þorbjörgu en hún var skilin eftir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í sjö klst í gær. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu um málið í borgarráði í dag.