Staða ferðaþjónustu fatlaðra grafalvarleg

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs var samþykkt samhljóða að neyðarstjórn yrði skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðra undir forystu Stefáns Eiríkssonar sviðsstjóra velferðarssviðs Reyjavíkurborgar. Hlutverk stjórnarinnar er að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra eins fljótt og kostur er. Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd og hafi jafnframt fullt umboð til að gera tillögur að grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar. Er þetta gert í kjölfar þess að ung þroskaskert kona fannst týnd í einum bíl ferðaþjónustu fatlaðra eftir að hafa setið þar inni…

Vond niðurstaða fyrir íbúa Reykjavíkur

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi 3. febrúar sl. ræddi borgarstjórn um þjónustukönnun Capacent sem sýnir að borgarbúar eru óánægðastir allra íbúa þeirra 19 sveitarfélaga sem borin eru saman. Capacent hefur framkvæmt þessa könnun í allmörg ár þannig að samanburður er töluverður en því miður hefur Reykjavíkurborg komið illa út úr þessari könnun alltof oft og alltof lengi. Reykjavíkurborg lendir í þessari nýjustu könnun í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu sveitarfélaga í heild sinni. Borgin var í neðsta sæti af sveitarfélögunum þegar spurt var út í þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunnskóla, þjónustu leikskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlað fólk….

Reykjavíkurborg langneðst í þjónustukönnun Capacent

halldor_borgarstjorn0302

Veigamikil þjónustukönnun sem Capacent gerði á þjónustuþáttum stærstu sveitarfélagana var til umræðu í borgarstjórn í dag. Niðurstaða könnuninnar eru gríðarleg vonbrigði fyrir Reykjavíkurborg. Á fundi borgarstjórnar í gær fóru fram líflegar umræður um þjónustukönnunina. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi um málið: Þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur, eldri borgara og fatlað fólk lendir Reykjavíkurborg í neðsta sæti í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög landsins. Sömuleiðis lendir höfuðborgin í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu grunnskóla, leikskóla,  sorphirðu og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þetta er niðurstaða þjónustukönnunar sem byggir á spurningum sem lagðar voru fyrir borgarbúa og íbúa annarra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg lendir einnig í…

Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans

Hildur Sverrisdóttir

Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega…

Borgarstjórnarfundur núna kl. 14

Borgarstjórn allir

Borgarstjórn hefst eftir nokkrar mínutur og er dagskrá fundarins svohljóðandi: 1. Stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 2. Fjárstýringarstefna, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 3. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á reglum um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar frá 10. september 2013 4. Umræða um kynbundið ofbeldi í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Umræða um könnun Capacent á ánægju íbúa með þjónustu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 6. Umræða um deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og…