Bensínstöð við Ingunnarskóla

bensinstod_kirkjustett

Árum saman hafa foreldrar barna í Grafarholti gert alvarlegar athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvar, sem stendur við hlið Ingunnarskóla, frístundaheimilisins Stjörnulands og félagsmiðstöðvarinnar Fókuss. Hefur m.a. verið kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið. Árið 2012 samþykkti skóla- og frístundaráð tillögu Sjálfstæðisflokksins um að skoðaðir yrðu möguleikar á breyttri staðsetningu bensínstöðvarinnar í samráði við eigenda hen…nar. Jafnframt var samþykkt að óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort staðsetningin samræmist reglum ríkisins og Reykjavíkurborgar um bensínstöðvar, t.d. reglum Brunamálastofnunar, sem ég tel vafa leika á um. Þrátt fyrir að næstum tvö og hálft ár séu nú liðin frá samþykkt tillögunnar, get ég ekki séð að unnið hafi verið að því innan borgarkerfisins að framfylgja henni. Á fundi ráðsins í síðustu viku óskuðum við eftir svörum þar að lútandi.

Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundi skóla- og frístundaráðs

Óskað er eftir upplýsingum um með hvaða hætti hefur verið unnið að því að koma í framkvæmd tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var einróma í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur 19. september 2012, um að skoðaðir yrðu möguleikar á breyttri staðsetningu bensínstöðvar við Kirkjustétt 2-6 í Grafarholti í samráði við eiganda hennar. Umrædd bensínstöð, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókusi, frístundaheimilinu Stjörnulandi og Ingunnarskóla. Árum saman hafa foreldrar barna í Grafarholti gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og m.a. kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið. Jafnframt var samþykkt að óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort staðsetning bensínstöðvarinnar samræmdist reglum ríkisins og Reykjavíkurborgar um bensínstöðvar, t.d. reglum Brunamálastofnunar ríkisins um brunavarnir bensínstöðva en í þeim segir m.a. að fjarlægð milli mannvirkja bensínstöðvar og byggingar, þar sem fólk vistast eða dvelur um lengri tíma, t.d. skóla, skuli að lágmarki vera tólf metrar. Einnig segir að bensínstöðvar beri að skipuleggja þannig að ekki skapist óþarfa umferð um afgreiðslusvæði þeirra en töluverð umferð skólabarna er um stöðina vegna nálægðar hennar við nærliggjandi skóla og frístundastarf.

Mynd: Júlíus Helgi Eyjólfsson