„Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi“

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

„Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Áslaug telur að ekki sé nóg að gert til þess að sporna við ofbeldi gegn þessum hópi en nýverið kom út skýrsla sem gerði grein fyrir umfangi og eðli slíks ofbeldis á Íslandi.

Í skýrslunni kom fram að full ástæða er til að huga mun betur að stöðu fatlaðra kvenna og fatlaðs fólks. Brot gegn fötluðum eru framin innan veggja heimilis eða á öðrum stað þar sem þeir dvelja eða hitta aðila sem þeir ættu að geta treyst í daglegu lífi á heimili sínu. Ofbeldið getur falið í sér vanrækslu varðandi lyfjagjöf og líkamlega umönnun, fjárhagslega og efnislega misnotkun, kynferðislegt ofbeldi, líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Tekið úr Fbl, 04.03.2014.