Gatnakerfið er óviðunandi

frettabladid_slaemgata_raudararstigur
Á borgarráði á miðvikudaginn sl. var samþykkt að auka fjárveitingu til malbiksframkvæmda um allt að 150 milljónir króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þeir Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon lögðu fram svohljóandi bókun:
Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi. Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkaði framlög til viðhalds á malbiki um 37% árið 2011 sem var þeirra fyrsta fjárhagsár. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja aukin framlög til malbikunarframkvæmda enda verður ekki hjá því komist. Til viðbótar þessu aukna framlagi hafa borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagt til að hætt verði við tilgangslausa þrengingu Grensásvegar og fjármagnið 160 m.kr. verði nýtt í viðhald gatna.
Mynd: Fréttablaðið, 4. mars
Óttarr, Halldór, Kjartan og Júlíus Vífill

Halldór og Kjartan eru fyrir miðju.