Borgarstjórnarfundur 3. mars

halldor_borgarstjorn0302

Núna kl. 14 hefst borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um óundirbúnar fyrirspurnir til borgarstjóra 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt á skólasameiningum með áherslu á samskipti og samráð við foreldra 3. Umræður um tillögur fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 4. Umræður um skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Umræður um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 6….

Óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn?

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að taka upp óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn, en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru fastur liður í dagskrá Alþingis. „Hugsunin á bak við tillöguna er sú að minnihlutinn í borginni, eins og alþingismenn, geti ræktað eftirlitshlutverk sitt gagnvart framkvæmdavaldinu,“ segir Hildur í samtali við Vísi.is. Hildur segir að verklag í kringum borgarstjórnarfundi mjög stíft. Til að mynda þurfa allar tillögur sem leggja á fram á fundi á þriðjudegi að liggja fyrir á föstudagsmorgni. Það sé því ekki svigrúm til að ræða málefni dagsins á fundunum þar sem kerfið komi…