Hinseginfræðsla í Grunnskóla Reykjavíkur

Hildur-Magnus

Á fundi mannréttindaráðs þann 28. Apríl lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu að samstarfssamningur við Samtökin 78 yrði endurnýjaður sem fyrst svo að fræðsla um samkynhneigð verði efld í grunnskólum borgarinnar. Samþykkt var að vísa tillögunni til borgarráðs. Tillagan er eftirfarandi: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði leggja til að samstarfssamningur við Samtökin 78 verði endurnýjaður sem fyrst svo að fræðsla um samkynhneigð verði efld í grunnskólum borgarinnar. Samstarfssamningur við samtökin rann úr gildi og hefur ekki verið endurnýjaður. Það er bagalegt þar sem svo nauðsynleg mannréttindabarátta um einstaklingsfrelsi og gegn fordómum sé unnin ötullega innan grunnskólanna Reykjavíkur í samstarfi við fagaðila.

Tap á aðalsjóði Reykjavíkurborgar jafn hátt og heildartekjur Mosfellsbæjar

Borgarstjórn allir

Í dag 28. apríl var ársreikningur Reykjavíkurborgar lagður fram til fyrri umræðu í borgarstjórn. Mikið tap er á A-hluta Reykjavíkurborgar eða 2,8 milljarðar króna og það þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi aukist um 2,3 milljarða króna á milli áranna 2013 og 2014. En tap aðalsjóðs er 7,1 milljarður króna. Er þetta tap bætt upp með jákvæðri afkomu Eignasjóðs og Bílastæðasjóðs þannig að tapið verður 2,8 milljarðar. Halldór Halldórsson sagði í ræðu sinni í dag að um sláandi tölur væri að ræða og eitthvað mikið væri að í rekstri Reykjavíkurborgar. En ef rekstur A- hluta Reykjavíkurborgar er skoðaður, má sjá að…

Er meirihlutinn að hafna aðkomu foreldra að ráðningu skóla- og leikskólastjóra?

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi þann 7. apríl síðastliðinn lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson fram tillögu þar sem foreldrafélagi og skólaráði/foreldraráði yrði gefinn kostur á virku samráði við ráðningu skóla- og leikskólastjóra. Einnig að gefa viðkomandi foreldrafélagi og skólaráði/foreldraráði kost á að hitta þá umsækjendur, sem metnir hafa hæfastir og fá að kynnast þeirra sýn á starfinu. Tillagan var felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sf, Bf, Vg og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina sat hjá við atkvæðisgreiðslu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun: Við hörmum að fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata…

Er Dagur B. að eigna sér þá uppbyggingu sem einkaaðilar standa að?

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Eins og Áslaug Friðriksdóttir benti á í stöðuuppfærslu sinni á Facebook, þá hefur Dagur B. Eggertsson farið ansi frjálslega með hugtakið “Reykjavík” þegar kemur að uppbyggingu einkaaðila. Vill hann meina að meirihlutinn í Reykjavík dragi áfram hagvöxt á Íslandi, hvorki meira né minna. Þegar í raun er Dagur og Reykjavíkurborg eingöngu að sinna skildum sínum í skipulagsmálum. Stöðuuppfærsla Áslaugar má sjá hér:

Vilja endurskoða staðsetningu rússnesku burt af Nýlendureit

russneskrettrunadarkirkja

Fundur borgarstjórnar fer fram kl. 14 í dag í Gerðubergi vegna heimsóknar borgarstjóra í Breiðholt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu á fundinum í dag sem snýst að því því að endurskoða staðsetningu rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar. Tillagan sem liggur fyrir fundinum Í því skyni að ná sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit, felur borgarstjórn umhverfis- og skipulagssviði að hefja formlegar samningaviðræður við aðstandendur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar um að velja fyrirhugaðri kirkjubyggingu hennar nýjan og betri stað á horni Mýrargötu og Seljavegar í stað núverandi byggingarreits að Mýrargötu 21. Samráð verði haft við íbúa hverfisins við vinnslu málsins. Markmið tillögunnar er að ná sátt…

Tillaga Sjálfstæðismanna vegna þrengingar Grensásvegar

Halldór og Júlíus Vífill

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram að nýju tillögu um að hætt verði við þrengingu Grensásvegar á borgarráðsfundi á fimmtudaginn sl. Jafnframt var lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Tillagan var felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og Flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast eindregið gegn þrengingu Grensásvegar. Telja þeir að þeim fjármunum, eða hátt á annað hundrað milljónum sé betur varið í önnur og brýnni verkefni. Þrenging Grensásvegar er ekki byggð á neinum gögnum eins og umferðartalningu, hraðamælingum, umferðargreiningu eða öryggissjónarmiðum. En auðvelt er að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda…