Tillaga Sjálfstæðismanna vegna þrengingar Grensásvegar

Halldór og Júlíus Vífill

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram að nýju tillögu um að hætt verði við þrengingu Grensásvegar á borgarráðsfundi á fimmtudaginn sl.

Jafnframt var lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

Tillagan var felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og Flugvallarvina.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast eindregið gegn þrengingu Grensásvegar. Telja þeir að þeim fjármunum, eða hátt á annað hundrað milljónum sé betur varið í önnur og brýnni verkefni.

Þrenging Grensásvegar er ekki byggð á neinum gögnum eins og umferðartalningu, hraðamælingum, umferðargreiningu eða öryggissjónarmiðum.

En auðvelt er að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda án þess að þrengja götur. Þess í stað mun umferð leita í nálægðar íbúðargötur og auka þannig á slysahættu og skapa óöryggi þar sem börn eru gjarnan að leik nálægt heimilum sínum.

En reynslan hefur einmitt sýnt það þegar Hofsvallargatan var þrengd, þá leitaði umferð inní nálægðar íbúðargötur við Melanna og Haganna. En þar jókst umferð um 1000 bíla á sólarhring.

Telja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins nær öruggt að umferð muni aukast um Hæðargarð, Breiðagerði, Álmgerði og Heiðargerði.

Varla getur slíkt talist eftirsóknarvert eins og fram kemur í bókun Sjálfstæðismanna.

Bókunin er svohljóðandi:

“Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokkins leggja fram svohljóðandi bókun:

Afgreiðsla tillögu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að nýta þá fjármuni sem fara munu í að þrengja Grensásveg til að gera við götur borgarinnar kemur ekki á óvart. Þegar hefur verið ákveðið að setja á annað hundrað milljónir króna í óþarfa þrengingu Grensásvegar. Engar umferðartalningar liggja að baki þeirri ákvörðun. Hún byggir ekki á hraðamælingum né umferðargreiningu. Hún er ekki byggð á öryggissjónarmiðum enda auðvelt að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda án þess að þrengja götuna. Reynslan kennir okkur að þrengingar gatna leiða af sér að umferð leitar annað. Eftir að Hofsvallagata var þrengd jókst bílaumferð um þröngar umferðargötur Melanna og Haganna um 1.000 bíla á sólarhring. Þannig jók þrenging Hofsvallagötunnar á slysahættu og skapaði óöryggi einkum vegna þess að börn eru oft að leik í íbúðagötum nærri heimilum sínum. Engin greining hefur verið gerð á því hvert umferðin muni leita þegar Grensásvegur hefur verið þrengdur. Öruggt má telja að umferð muni aukast um Hæðargarð, Breiðagerði, Álmgerði og Heiðargerði. Tæplega er það eftirsóknarvert.