Vilja endurskoða staðsetningu rússnesku burt af Nýlendureit

russneskrettrunadarkirkja

Fundur borgarstjórnar fer fram kl. 14 í dag í Gerðubergi vegna heimsóknar borgarstjóra í Breiðholt.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu á fundinum í dag sem snýst að því því að endurskoða staðsetningu rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar.

Tillagan sem liggur fyrir fundinum

Í því skyni að ná sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit, felur borgarstjórn umhverfis- og skipulagssviði að hefja formlegar samningaviðræður við aðstandendur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar um að velja fyrirhugaðri kirkjubyggingu hennar nýjan og betri stað á horni Mýrargötu og Seljavegar í stað núverandi byggingarreits að Mýrargötu 21. Samráð verði haft við íbúa hverfisins við vinnslu málsins.

Markmið tillögunnar er að ná sátt um fyrirhugaða kirkjubyggingu meðal íbúa nærliggjandi hverfis en hjá þeim hefur ítrekað komið fram að hún sé í ósamræmi við nærliggjandi byggð við Nýlendugötu hvað varðar stærð, hæð og arkitektúr. Samkvæmt tillögunni verður sjálft kirkjuskipið tólf metrar á hæð. Á byggingunni eiga að vera þrír turnar, tveir sem mega fara upp í allt að sautján metra hæð og aðalturn má vera 22 metrar að hæð að krossi undanskildum. Aðeins er gert ráð fyrir þremur bílastæðum og er ljóst að þau munu hvergi nærri duga fyrir þá starfsemi, sem fara mun fram í kirkjunni. Margt bendir til að verið sé að koma of stórri byggingu fyrir á of þröngri lóð og er því rétt að taka tillit til sjónarmiða íbúa. Líklegt er að kirkjubyggingin njóti sín mun betur á horni Mýrargötu og Seljavegar og fari betur í umhverfinu þar heldur en á þröngri lóð við Mýrargötu. Horn Mýrargötu og Seljavegar hentar mun betur fyrir fjölsótta kirkjubyggingu með tilliti til aðkomu og lagningar bifreiða en fyrirhuguð lóð milli Mýrargötu. Þá verður minna rask í Nýlendugötu vegna umferðar að kirkjunni. Nokkur almenn bílastæði eru við Héðinshús og væri hægt að samnýta þau með kirkjunni. Vestur af Héðinshúsi er síðan fjöldi bílastæða sem henta myndi til slíkrar samnýtingar. Torgið við Seljaveg gæti nýst kirkjunni og safnaðarheimilinu.