Framlög til Sinfoníuhljómsveitarinnar

Borgarstjórn allir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn að framlag Reykjavíkurborgar til Sinfoníuhljómsveitarinnar verði breytt. Frá árinu 1982 hefur Reykajvíkurborg greitt 18% af rekstrarkostnaði Sinfoníuhljómsveitarinnar samkvæmt lögum.

Borgarstjórn lýsir sig reiðubúinn til að styðja Sinfoníuhljómsveit Íslands en þó einungis 58% af núverandi framlagi enda muni önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða 42% af því framlagi sem Reykjavíkurborg hefur greitt til þessa.

Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er eftirfarandi:

“Reykjavíkurborg greiðir 18% af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt lögum frá árinu 1982. Sinfóníuhljómsveitin er þjóðarhljómsveit sem hefur aðsetur í Hörpu. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru 211.000 en 42% þeirra búa í öðrum sveitarfélögum en í Reykjavík. Borgarstjórn lýsir sig reiðubúna til að styðja við Sinfóníuhljómsveit Íslands en þó einungis 58% af núverandi framlagi enda muni önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða 42% af því framlagi sem Reykjavíkurborg hefur greitt fram til þessa. Borgarstjórn lýsir yfir að skylduþátttaka borgarinnar í rekstri hljómsveitarinnar með lögum sé ósanngjörn enda koma áheyrendur hennar af öllu suðvesturhorni landsins. Borgarstjórn sættir sig ekki við að Reykjavík, eitt sveitarfélaga, beri þennan kostnað og lítur svo á að annað hvort geri það öll sveitarfélögin á svæðinu eða ekkert þeirra. Borgarstjórn felur borgarstjóra að taka þetta mál upp við ríkisstjórn Íslands og óska eftir því að önnur sveitarfélög taki þátt í rekstrarkostnaði hljómsveitarinnar, eins og heimilt er í lögum, en ella að lagðar verði til breytingar á lögum um Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem jafnræði verði gætt meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem standa eiga að rekstrinum.

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram breytingartillögu sem gengur útá að borgarstjórn skori á mennta- og menningarmálaráðherra að fá önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til að taka þátt í rekstrarkostnaðinum. Takist það ekki er því beint til ráðherra að gera breytingar á lögum nr. 36/1982 með það fyrir augum að endurskoða ákvæði um fjármögnun Sinfoníhljómsveit Íslands.

Breytingartillagan er svohljóðandi:

“Sinfóníuhljómsveit Íslands gegnir lykilhlutverki í menningar- og tónlistarlífi landsins og eru ríki og Reykjavíkurborg aðalbakhjarlar hljómsveitarinnar. Upphaflega hugmyndin var að fleiri sveitarfélög styrktu einnig starfsemi hljómsveitarinnar enda starfsemi hennar eða aðdáendahópur alls ekki bundinn við borgarmörkin. Borgarstjórn skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að vinna að því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eins og heimilt er í lögum. Takist það ekki er því beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að gera breytingar á lögum nr. 36/1982 með það fyrir augum að endurskoða ákvæði um fjármögnun Sinfóníuhljómsveitar Íslands til að breikka hóp bakhjarla sveitarinnar og skjóta þannig öflugri stoðum undir starfsemi hennar. Borgarstjórn felur borgarstjóra að fylgja málinu eftir.”

Breytingartillagan var samþykkt í borgarstjórn.