Frelsi til að velja!

Borgarstjórn allir

Borgarfulltrúar Sjálftæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn þess efnis að skorað yrði á ríkið að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli.

Þannig yrði það sveitarfélögin sem ákveða hvort leyfilegt sé að hafa dýr inná kaffihúsum, veitingastöðum og annars staðar.

Tillagan var samþykkt af öllum borgarfulltrúm nema Framsókn og Flugvallarvina sem sátu hjá.

Tillagan er eftirfarandi:

„Borgarstjórn samþykkir að beina þeim tilmælum til ríkisvaldsins að rýmka reglur um hollustuhætti og matvæli svo það sé hverju sveitarfélagi í sjálfsvald sett hvernig það kýs að haga reglum um á hvaða stöðum sé leyfilegt að hafa dýr, svo sem á kaffihúsum, veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, samkomuhúsum o.s.frv. Það er réttlætismál að sveitarfélög hafi svigrúm gagnvart eigendum slíkra staða að leyfa dýrahald ef þeir óska.“