15 mál á dagskrá borgarstjórnar í dag

snjor3_015

Mikið verður tekið fyrir í borgarstjórn í dag en 15 mál eru á dagskrá borgarstjórnar.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina leggja meðal annars fram tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi á morgun að hætta við þrengingu Grensásvegar. Talið er að framkvæmdirnar á Grensásvegi munu kosta um 170 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ma. gagnrýnt meirihlutann fyrir slæma forgangsröðun á fjármunum.

Minnihlutinn í borgarstjórn setur svo á dagskrá fjögur önnur mál. Þar verða helst umræður um gagnsæi í stjórnsýslu, umræða um Reykjavíkurflugvöll og íbúalýðræði, umræða um skerðingu á þjónustu við aldraða og umræða um málefni Norðlingaholts.

Á fundinum verður einnig umræða um fyrirhugaðar byggingar á Austurbakka, svokölluðu Hafnartorgi sem mikið hefur verið í umræðunni.

Dagskrá fundarins í heild sinni en hann hefst kl. 14.

 1. Aðgerðaáætlun í úrgangsmálum í Reykjavík til 2020, sbr. 3. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar
 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina um að hætt verði við þrengingu Grensásvegar
 3. Umræða um hátíðahöld Reykjavíkurborgar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015 (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
 4. Umræða um landsleik í lestri – allir lesa (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
 5. Umræða um fyrirhugaðar byggingar á Austurbakka eða svokölluðu Hafnartorgi (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)
 6. Umræða um gagnsæi í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)
 7. Umræða um Reykjavíkurflugvöll og íbúalýðræði (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)
 8. Umræða um skerðingu á þjónustu við aldraða (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)
 9. Umræða um málefni Norðlingaholts (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina)
 10. Kosning í skóla- og frístundaráð
 11. Kosning í stjórnkerfis- og lýðræðisráð
 12. Kosning í hverfisráð Breiðholts
 13. Kosning í hverfisráð Hlíða
 14. Fundargerð borgarráðs frá 7. janúar
  Fundargerð borgarráðs frá 14. janúar
 15. Fundargerð forsætisnefndar frá 15. janúar
  Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. janúar
  Fundargerðir mannréttindaráðs frá 10. desember og 12. janúar
  Fundargerð menningar- og ferðamálaráðs frá 11. janúar
  Fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 13. janúar
  Fundargerð stjórnkerfis- og lýðræðisráðs frá 11. janúar
  Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. janúar