Borgin kaupir ekki þjónustukönnun Gallup

halldorhalldorss

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu meirihlutann harkalega í borgarstjórn í dag fyrir að  kaupa ekki þjónustukönnun þar sem viðhorf íbúa til þjónustu sveitarfélaganna er mæld. Á síðasta ári kom Reykjavík mjög illa út úr könnuninni og er það talið víst að borgin komi svipuð út ef ekki verr í þessari könnun sem hefur komið út.

Meirihlutinn hyggst ætla að framkvæma sérkönnun á eftir að vera dýrari en þjónustukönnun Gallup en þar hefur Reykjavík einnig með raunhæfan samanburð við önnur sveitarfélög.

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna gagnrýndi sér í lagi Píratann sem situr í meirihluta borgarstjórnar. „Er það þá þannig að Píratar eru mest fyrir upplýsingar til almennings ef það kemur vel út í pólitíkinni fyrir þá? Erum við að upplifa þá gamaldags pólitík sem almenningur gagnrýnir svo mikið þessa dagana og gerir sig líklegan til þess einmitt að kjósa Pírata vegna trúar á að sá flokkur muni gera meira í lýðræðismálum en aðrir flokkar. Af hverju verðum við ekki vör við það í störfum Pírata innan meirihlutans í Reykjavík?“