ÁslaugÁslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Áslaug María Friðriksdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en hennar helstu viðverustaðir hafa í gegnum tíðina verið leik- og róluvellir í gamla Vesturbænum, gamli Vesturbæjarskólinn við Öldugötu, Breiðagerðisskóli, Réttarholtsskóli og Menntaskólinn við Sund. Sem unglingur eyddi Áslaug sumrum sínum við fiskvinnslu og uppskipun í Hnífsdal en nú er hún eigandi Sjá viðmótsprófana ehf. sem sérhæfir sig í vefráðgjöf auk þess sem hún hefur verið varaborgarfulltrúi síðan 2006. Áslaug hefur lokið BA gráðu í sálfræði og Msc í vinnusálfræði.

Áslaug var formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna frá 2006–2011, þegar hún tók við sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Sambýlismaður hennar er Hjálmar Edwardsson og eiga þau þrjú börn. Áslaug valdi að starfa með Sjálfstæðisflokknum því hann býr að hennar mati yfir frábæru, frjálslyndu, róttæku og umburðalyndu fólki með hugmyndir og hugsjónir sem skipta máli.

Áslaug situr í velferðarráði, heilbrigðisnefnd og hverfisráði Miðborgar. Hún situr einnig í stjórn Orkuveitunnar og er varamaður í borgarráði.