Björn

Björn Gíslason, varaborgarfulltrúi

Björn Gíslason býr yfir meistaréttindum í húsgagnasmíði en hann starfar sem slökkviliðsmaður og varaborgarfulltrúi. Björn var formaður Félags sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholtinu 1997–2010 og sat í stjórn Varðar 1997–2012. Hann hefur einnig sinnt fjölmörgum nefndarstörfum fyrir Reykjavíkurborg, s.s. í hverfisráði Árbæjar, mannréttindaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Þá hefur hann setið í stjórn Landssambands slökkviliðsmanna, sjúkraflutningaráði og í stjórn Sjúkraflutningaskólans. Björn hefur gaman af útivist, ferðalögum, félagsstörfum og íþróttum en hann keppti í handbolta með Fram á yngri árum. Áhugi hans á íþróttum og félagsstörfum sameinaðist þegar hann sat í stjórn Fylkis 2001–2007 og tók svo við sem formaður árið 2011. Björn er kvæntur Karólínu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn.