Spyrja um aðgengi að farsímanotkun

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi á fimmtudaginn báru þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þá spurningu upp um hvort að starfsmönnum borgarinnar hefðu aðgengi að farsímanotkun kjörinna fulltrúa. Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hverjir hafi aðgang að upplýsingum um farsímanotkun kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar og hvernig sé farið með slíkt. Hvaða aðili innan borgarinnar hefur aðgang að mínum síðum og/eða fyrirtækjasíðum Vodafone og getur þannig fylgst með öllum farsímum sem skráðir eru hjá borginni. Er starfsmönnum kynnt að upplýsingar um notkun séu aðgengilegar? Ef svo er hvernig á sú kynning sér stað?

Lesa meira

Engin svör borist

Halldór á RÚV

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa enn engin svör fengið við spurningu um ferðaþjónustu fatlaðra sem lögð var fram þann 15. janúar síðastliðinn. Fyrirspurnin var í átta liðum um undirbúning breytinga á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fatlaðra og hvernig kaupum á tölvukerfi var háttað. „Það hefur gengið mjög illa að fá svör við spurningum innan kerfisins. Maður hefði haldið að það hefði gefist tími til að svara þessum spurningum okkar. Auðvitað er forgangsmál að ná tökum á því ófremdarástandi sem ríkir í ferðaþjónusta fatlaðra, en við teljum að svör við spurningum okkar gætu verið liður í því að skilja vandann betur,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti…

Lesa meira

Staða ferðaþjónustu fatlaðra grafalvarleg

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs var samþykkt samhljóða að neyðarstjórn yrði skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðra undir forystu Stefáns Eiríkssonar sviðsstjóra velferðarssviðs Reyjavíkurborgar. Hlutverk stjórnarinnar er að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra eins fljótt og kostur er. Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd og hafi jafnframt fullt umboð til að gera tillögur að grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar. Er þetta gert í kjölfar þess að ung þroskaskert kona fannst týnd í einum bíl ferðaþjónustu fatlaðra eftir að hafa setið þar inni…

Lesa meira

8 spurningar um ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram átta spurningar um tölvukerfi Strætó bs. í umræðu um ferðaþjónustu fatlaðra. Á fundinum skapaðist mikil umræða um málið og telja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra sé óviðunandi eins og staðan sé í dag. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að ekki verði unað við þá grafalvarlegu stöðu sem er á framkvæmd ferðaþjónustu við fatlaða. Gengið var frá samkomulagi um þessa þjónustu í maí 2014 þannig að tíminn til að undirbúa breytingar á þjónustunni hefði átt að vera nægur. Breytingarnar áttu að bæta þjónustuna en hafa ekki enn gert það heldur þveröfugt eins og…

Lesa meira

Innkaupamál borginnar í rugli?

Ráðhús Reykjavíkur

Á fundi borgarráðs í gær var lögð fram eftirfylgnisúttekt vegna skýrslu innri endurskoðunar á innkaupamálum Reykjavíkurborgar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu skýrsluna harkalega á fundinum og sagði hana vera mikinn áfellisdóm yfir því hvernig er staðið að innkaupum á vegum Reykjavíkurborgar. Bættu þeir við í bókun sinni: „Sú skýrsla er eftirfylgni við úttekt innri endurskoðanda á innkaupamálum frá upphafi árs 2010. Þar koma fram fjölmörg varnaðarorð og ábendingar frá innri endurskoðanda um það hvernig bæta má innkaupaferlið en nú er ljóst að ekkert hefur verið gert með þessar mikilvægu vinnu. Þar kemur einnig fram að velta rammasamninga og miðlægra samninga í heildarinnkaupum var…

Lesa meira

Spyrjast fyrir um ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs í gær spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að fá kynningu á akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs. Óskuðu þeir að farið yrði yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu fatlaða. Óskað er eftir að fá kynningu í borgarráði frá akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs., þar sem farið verður yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu við fatlaða. Umræða skapaðist um málið þegar að tveir bræður sem báðir eru fatlaðir fengu ekki að ferðast saman en þeir voru að fara í matarboð til foreldra sinna. Átak, félag fólks með þroskahömlun lýsti einnig undrun á nýrri gjaldskrá í ályktun…

Lesa meira

Endurbætur á gamla Gufunesveginum

gufunesvegurinn

Á fundi borgarráðs í síðustu viku fluttu þeir Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, tillögu um að ráðist verði í endurbætur á gamla Gufunesveginum á kaflanum frá Stórhöfða að sjúkrahúsinu Vogi og hann settur á snjóruðningslista borgarinnar í því skyni að tryggja öryggt aðgengi að sjúkrahúsinu. Vegurinn er í slæmu ásigkomulagi og hafa m.a. djúpar holur myndast í honum. Jafnframt óskuðu þeir eftir því að göngu- og hjólreiðatengsl við sjúkrahúsið yrði bætt. Malarstígur meðfram Stórhöfða verði malbikaður og tengdur sjúkrahúsinu sem og sá hluti gamla Gufunesvegarins, sem nýtist nú sem göngu- og hjólreiðastígur, og liggur frá sjúkrahúsinu niður í voginn…

Lesa meira

Bættan göngustíg við Jötnaborgir

jotnaborgir

Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, lögðu fram tillögu í borgarráði í gær þar sem þeir vildu malbika göngustíg milli Jötnaborga og Bættaborga í Grafarvogi. Tillagan var svohljóðandi: Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að lagður verði göngustígur frá malbikuðum göngustíg sem liggur milli Vættaborga og Jötnaborga og niður að götu við Jötnaborgir, til að koma í veg fyrir skemmdir og slysahættu. Á umræddu svæði hefur myndast troðningur sem gangandi og hjólandi vegfarendur nýta sér til að komast á milli götunnar og malbikaða stígsins. Í rigningu rennur vatn niður troðninginn og leysir upp jarðveg sem hefur valdið óþrifum…

Lesa meira

Enginn íbúafundur vegna Nýlendureits

russneskrettrunadarkirkja

Meirihluti Samfylkingarinnar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi í dag tillögu Sjálfstæðisflokksins um að halda opinn íbúafund um skipulag Nýlendureits. Vildu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fara yfir fyrirhugaða staðsetningu kirkjulóðar á reitnum og tillögu um nýja staðsetningu á horni Seljavegar og Mýrargötu. Gott hefði verið ef að fulltrúar Íbúasamtaka Vesturbæjar og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi hefðu mætt á fundinn og kynnt sjónarmið sín á fundinum. En nú verður ekkert úr þessum íbúafundi. Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sátu á borgarráðsfundi í morgun en þeir telja að opnir íbúafundir séu ein helsta leið borgarbúa til að láta rödd sína heyrast….

Lesa meira

Fagna stofnun Friðarseturs

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi í gær var samþykkt að stofna Friðarsetur í samstarfi við Alþjóðmálastofnun Háskóla Íslands. Friðarsetrið hafi það að markmiði að styrkja Reykjavík sem borg friðar og vera til ráðgjafar um hvernig Reykjavík geti unnið að friði hér heima og að heiman. Með starfi Friðarseturs verði stuðlað að uppbyggilegum samskiptum, minnkandi ofbeldi milli einstaklinga og friðsamlegum samskiptum ríkja og alþjóðastofnana. Auk þess verði unnið að því að auka almennt þekkingu á því hvernig megi stuðla að friði með fræðslu og stuðningi við rannsóknir. Friðarsetur yrði þannig vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf, skipulag viðburða, ráðgjöf og fræðslu á sviði friðarmála, með…

Lesa meira