Vilja endurskoða ferðamálastefnu borgarinnar

Mynd af reykjavik.is

Á borgarráðsfundi sem stendur yfir núna lögðu Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir fram tillögu sem snýr að því að endurskoða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Í ferðamálastefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna næði um milljón árið 2020 en árið 2012 var þeim fjölda náð og hann eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju. Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta…

Lesa meira

Vilja draga úr svifryki í borginni

frjokornaofnæmi

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu okkar fulltrúar fram tillögu sem snýr að því að draga úr svifryki í borginni með því að halda frjókornamagni í andrúmslofti í skefjum. Slíkt er helst gert með reglulegum grasslætti sem spornar gegn því að blóm illgresis frjóvgist og berist um andrúmsloftið.  Fjöldi þeirra sem glíma við slíkt ofnæmi hefur aukist verulega á undanförnum árum og því enn meiri ástæða til aðgerða. Nauðsynlegt er að borgin sjái um að gras sé slegið oftar og opin svæði hirt til að draga megi úr frjókornum í andrúmslofti því annars dregur ofnæmið verulega úr lífsgæðum fjölda…

Lesa meira

Ekki góður díll

Perlan

Á fundi borgarráðs í gær var lagður fram viðauki við leigusamning sem Perlan gerði við rekstraraðila veitingarstaðarins í Perlunni en leigusamningurinn var samþykktur í nóvember í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þær Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir, létu bóka eftirfarandi undir þessum lið. Bókun Sjálfstæðisflokksins Fyrir nokkru síðan keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 m.kr. og létu borgarbúa um að taka á sig að koma þeirri eign í verð í stað þess að selja hana á almennum markaði. Það er almenn regla hjá Reykjavíkurborg að leigutekjur á ári miðist við 8% af virði eignarinnar sem myndi hljóða upp…

Lesa meira

Vilja betra samstarf við stórar hátíðir

secret-solstice

Á borgarráðsfundi í morgun lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu sem hefur það að markmiði að Reykjavíkurborg taki að sér að skipuleggja viðbragðs- og samskiptateymi sem auðveldi samskipti milli einka- og opinberra aðila þegar stórar hátíðir eru haldnar í Reykjavík á opnum svæðum. 10 þúsund manns sóttu hina vel heppnuðu tónlistarhátíð Secret Solstice um síðustu helgi. Borgin kom ekki að þeirri hátíð með öðrum hætti en að gefa leyfi til þess að halda mætti hátíðina í borgarlandi. Önnur leyfi og samskipti þurftu hátíðarhaldarar að sjá um sjálfir. Vitað er að betur hefði mátt skipuleggja samskipti milli aðila hvað hátíðina varðar. Til…

Lesa meira

Geta ekki sótt skóla í sínu hverfi

Engjaskóli

Á fyrsta fundi borgarráðs á nýju kjörtímabili lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn vegna sameiningar grunnskóla sem var framkvæmd á árunum 2011-2012. Fyrirspurnin var svohljóðandi: Við sameiningu grunnskóla í Reykjavík árin 2011-2012 var því heitið að nemendur í 6. og 7. bekk myndu áfram sækja skóla í sínu heimahverfi. Nú hefur verið tilkynnt að frá og með næsta hausti geti nemendur í 6. og 7. bekk Engjaskóla ekki lengur sótt skóla í sínu heimahverfi heldur þurfi þeir að fara í Borgaskóla. Óskað er eftir upplýsingum um hvenær umrædd ákvörðun var tekin, með hvaða hætti hún var tekin og hvort samráð hafi verið haft við foreldra…

Lesa meira

Tísti af fyrsta borgarráðsfundi

Halldór og Júlíus Vífill

Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði. Halldór Halldórsson sat sinn fyrsta borgarráðsfund þann 19. júní sl. og tísti/twittaði Halldór af fundinum neðangreint. Sit minn fyrsta borgarráðsfund. Gott að hafa öfluga stefnu til að styðjast við í aðhaldi við störf neirihlutans. — Halldór Halldórsson (@HalldorRvk) June 19, 2014 Varamenn í borgarráði eru Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar.

Lesa meira

Óska eftir greinargerð um kosningar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, sátu sinn síðasta borgarráðsfund á þessu kjörtímabili, fimmtudaginn 5. júní sl. Á fundinum óskuðu þeir eftir greinargerð um framkvæmd síðustu borgarstjórnarkosninga og talningu hennar. „Við rædd­um þetta í borg­ar­ráði í gær. Það er ljóst að þarna urðu ákveðnir hnökr­ar og við töld­um rétt að óska eft­ir grein­ar­gerð um fram­kvæmd­ina,“ sagði Kjart­an Magnússon um málið í sam­tali við mbl.is.

Lesa meira

Hlíðarendabyggðinni rutt áfram

hlidarendabyggd.is

Breyting á deiliskipulagi Hlíðarendabyggðar var lögð fram í borgarráði í dag. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð í kringum Valssvæðið en nánari upplýsingar um Hlíðarendabyggðina má nálgast á vef um byggðina hér. Á fundinum andmæltu þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að deiliskipulagið yrði samþykkt á þeim forsendum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar séu ekki að virða hina þverpólitísku sátt milli ríkis og borgar sem gerð var um flugvöllinn. Borgarráðsfulltrúarnir gagnrýndu formann borgarráðs, Dag B. Eggertsson, fyrir að fara áfram á fullt skrið með byggðaráform í Vatnsmýrinni og virða ekki störf þeirrar nefndar sem skipuð var í fyrrahaust. Nefndin,…

Lesa meira