Tap á aðalsjóði Reykjavíkurborgar jafn hátt og heildartekjur Mosfellsbæjar

Borgarstjórn allir

Í dag 28. apríl var ársreikningur Reykjavíkurborgar lagður fram til fyrri umræðu í borgarstjórn. Mikið tap er á A-hluta Reykjavíkurborgar eða 2,8 milljarðar króna og það þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi aukist um 2,3 milljarða króna á milli áranna 2013 og 2014. En tap aðalsjóðs er 7,1 milljarður króna. Er þetta tap bætt upp með jákvæðri afkomu Eignasjóðs og Bílastæðasjóðs þannig að tapið verður 2,8 milljarðar. Halldór Halldórsson sagði í ræðu sinni í dag að um sláandi tölur væri að ræða og eitthvað mikið væri að í rekstri Reykjavíkurborgar. En ef rekstur A- hluta Reykjavíkurborgar er skoðaður, má sjá að…

Lesa meira

Vilja endurskoða staðsetningu rússnesku burt af Nýlendureit

russneskrettrunadarkirkja

Fundur borgarstjórnar fer fram kl. 14 í dag í Gerðubergi vegna heimsóknar borgarstjóra í Breiðholt. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu á fundinum í dag sem snýst að því því að endurskoða staðsetningu rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar. Tillagan sem liggur fyrir fundinum Í því skyni að ná sátt um kirkjubyggingu á Nýlendureit, felur borgarstjórn umhverfis- og skipulagssviði að hefja formlegar samningaviðræður við aðstandendur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar um að velja fyrirhugaðri kirkjubyggingu hennar nýjan og betri stað á horni Mýrargötu og Seljavegar í stað núverandi byggingarreits að Mýrargötu 21. Samráð verði haft við íbúa hverfisins við vinnslu málsins. Markmið tillögunnar er að ná sátt…

Lesa meira

Sjálfstæðismenn vilja líf í garðana

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á fundi borgarstjórnar í vikunni lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að nýta opnu grænin svæðin í borginni með nýjum og ferskum hætti. Kjarninn í þeirra hugmynd er að fá unga listamenn til liðs við borgina með því að beina listhópum sem starfa á vegum Hins hússins út á hin grænu opnu svæði og bjóða ungum listamönnum og listnemum að taka þátt í verkefninu. Einnig var lagt að auðvelda fólki að opna sölubása og bjóða ýmsan varning meðal annars matvöur og kaffi í tjöldum og vögnum. „Þrátt fyrir að miðborgin er oft stöppuð af ferðamönnum á sumrin er enginn í…

Lesa meira

Tillaga um bólusetningar felld

Hildur Sverrisdóttir

Til­laga borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins, um að börn sem fengju inn­göngu í leik­skóla borgarinnar yrðu að vera bólu­sett nema lækn­is­fræðileg­ar ástæður hömluðu því, var felld á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag með 9 at­kvæðum meiri­hlut­ans gegn 4 at­kvæðum borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins. Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina sátu hjá. Samþykkt var hins veg­ar tillaga meirihlutans um að farið yrði í áhættumat vegna smit­sjúk­dóma. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma að meirihlutinn hafi hafnað tillögu þeirra um að skóla- og frístundasviði verði falið að skoða hvernig best er hægt að útfæra aðgerðir til að tryggja að inngöngu í leikskóla Reykjavíkur fái eingöngu þau börn sem bólusett hafa verið við smitsjúkdómum, nema læknisfræðilegar…

Lesa meira

Vilja úttektir á sameiningarferlum

Kjartan og Marta

Borgarstjórn samþykkti á þriðjudaginn einróma að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um úttekt á sameiningarferli leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila til áframhaldandi meðferðar í skóla og frístundaráði. Samkvæmt tillögunni verður áhersla lögð á það í úttektinni að skoða hvernig staðið var að samskiptum og samráði við foreldra þeirra nemenda, sem umrætt sameiningarferli náði til og gerð viðhorfskönnun meðal þeirra. Í úttektinni verði einnig settar fram tillögur að úrbótum ef þörf krefur. Umrætt sameiningarferli hófst árið 2011 og náði til ellefu grunnskóla og 24 leikskóla. Enn er glímt við afleiðingar breytinganna í umræddum skólum. Á borgarstjórnarfundinum benti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi á að í úttekt…

Lesa meira

Verður breyting á borgarstjórnarfundum?

Hildur Sverrisdóttir

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lagði Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu þess efnis að taka skal upp óundirbúnar fyrirspurnir borgarstjóra líkt og tíðkast á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurrnum ráðherra. Hildur sagði á fundinum að það væri gríðarlega mikilvægt fyrir minnihlutann í borgarstjórn að hann hafi færi á sinna eftirlitshlutverki sínu eins og kostur er. Það sé mikilvægt að minnihlutinn geti treyst á ramma þar sem hægt er að hafa beinan aðgang að æðsta embættismanni borgarinnar með spurningar sem borgarstjóri verði að svara. Slíkt myndi bæta samtal á milli meiri- og minnihluta á skýran og gagnsæjan hátt og með því væru…

Lesa meira

Borgarstjórnarfundur 3. mars

halldor_borgarstjorn0302

Núna kl. 14 hefst borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um óundirbúnar fyrirspurnir til borgarstjóra 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt á skólasameiningum með áherslu á samskipti og samráð við foreldra 3. Umræður um tillögur fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 4. Umræður um skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Umræður um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 6….

Lesa meira

Óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn?

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að taka upp óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn, en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru fastur liður í dagskrá Alþingis. „Hugsunin á bak við tillöguna er sú að minnihlutinn í borginni, eins og alþingismenn, geti ræktað eftirlitshlutverk sitt gagnvart framkvæmdavaldinu,“ segir Hildur í samtali við Vísi.is. Hildur segir að verklag í kringum borgarstjórnarfundi mjög stíft. Til að mynda þurfa allar tillögur sem leggja á fram á fundi á þriðjudegi að liggja fyrir á föstudagsmorgni. Það sé því ekki svigrúm til að ræða málefni dagsins á fundunum þar sem kerfið komi…

Lesa meira

Hver á að axla ábyrgð á ferðaþjónustu fatlaðra?

FundurSjalfsbjargar

Borgarstjóri og aðrir fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa síður en svo axlað ábyrgð á því sem farið hefur úrskeiðis í málefnum ferðaþjónustu fatlaðra á undanförnum mánuðum. Strax á fyrstu dögum ársins kom í ljós alvarlegur þjónustubrestur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í kjölfar breytinga, sem gerðar voru á starfsemi hennar um áramótin. Rætt var ítarlega um málið á borgarstjórnarfundi 20. janúar og lögð fram tillaga Framsóknar og flugvallarvina um tafarlausa skipun tímabundins aðgerðahóps til að leysa það vandamál sem Strætó bs. stendur frammi fyrir varðandi ferðaþjónustu fatlaðra. Meirihlutinn vísaði tillögunni til nefndar. Skilaboð borgarstjóra og formanns borgarráðs á fundinum voru þau að unnið…

Lesa meira

Skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar skoðaðar

Hildur Sverrisdóttir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í gær sem sneri að skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar. Upp kom umræða um málið þegar að fimm fulltrúar meirihlutans sátu hjá við skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð borgarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfultrúi talaði fyrir tillögunni. Hún sagði að það væri lýðræðislega óeðlilegt að gera skipun annarra flokka í nefndir og ráð pólitíska eins og formið bjóði upp á með að bjóða upp á hjásetu. Flokkarnir eiga að hafa fullt lýðræðislegt umboð til að skipa hverja þá sem þeim hugnast og bera með því pólitíska ábyrgð á…

Lesa meira