Hlíðarendi á dagskrá borgarstjónar

halldor_borgarstjorn0302

Borgarstjórnarfundur hófst núna kl. 14:00 og er í beinni útsendingu hér. Á fundinum eru nokkur mál, þar helst umræða um ferðaþjónustu fatlaðra, málefni grunnskóla Reykjavíkur og Hlíðarendi. Dagskrá fundarins 1. Umræða um rafrænar íbúakosningar, Betri hverfi 2015 (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipan fulltrúa í ráð og nefndir 3. Umræða um móttöku og þjónustu við flóttafólk í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 4. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðra (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 5. Umræða um málefni grunnskóla Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 6. Umræða um tillögur og afbrigði á borgarstjórnarfundum…

Lesa meira

Reykjavíkurborg langneðst í þjónustukönnun Capacent

halldor_borgarstjorn0302

Veigamikil þjónustukönnun sem Capacent gerði á þjónustuþáttum stærstu sveitarfélagana var til umræðu í borgarstjórn í dag. Niðurstaða könnuninnar eru gríðarleg vonbrigði fyrir Reykjavíkurborg. Á fundi borgarstjórnar í gær fóru fram líflegar umræður um þjónustukönnunina. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi um málið: Þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur, eldri borgara og fatlað fólk lendir Reykjavíkurborg í neðsta sæti í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög landsins. Sömuleiðis lendir höfuðborgin í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu grunnskóla, leikskóla,  sorphirðu og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þetta er niðurstaða þjónustukönnunar sem byggir á spurningum sem lagðar voru fyrir borgarbúa og íbúa annarra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg lendir einnig í…

Lesa meira

Borgarstjórnarfundur núna kl. 14

Borgarstjórn allir

Borgarstjórn hefst eftir nokkrar mínutur og er dagskrá fundarins svohljóðandi: 1. Stefnumótun í málefnum ungs fólks 16 ára og eldri, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 2. Fjárstýringarstefna, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. janúar 3. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á reglum um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar frá 10. september 2013 4. Umræða um kynbundið ofbeldi í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Umræða um könnun Capacent á ánægju íbúa með þjónustu Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 6. Umræða um deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknar og…

Lesa meira

Gagnrýnir borgarstjóra fyrir hjásetu

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi gagnrýnir borgarstjóra fyrir hjásetu í kosningu er Gústaf Níelsson var kosinn inn sem varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Ef að Hildur hefði setið fundinn hefði hún samþykkt tilnefninguna þar sem að pólitíska ábyrgðin liggur á Framsókn og flugvallarvinum. Hildur segir á Facebook síðu sinni að það vera „algjört lýðræðislegt prinsipp“ að meirihlutinn skipti sér ekki af því hverjir fara inn í nefndir fyrir hönd annarra flokka. Fimm borgarfulltrúar meirihlutans sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Facebook-ar status Hildar má nálgast hér að neðan.

Lesa meira

Vilja skoða útboðsferli ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Ferðaþjónusta fatlaðra var á dagskrá borgarstjórnarfundar á þriðjudaginn en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt undanfarið hvernig staðið hefur verið að þjónustu ferðaþjónustu fatlaðra. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á fundinum sem snýr af því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skoðar og leggi mat á útboðsferlið og útboðið í heild sinni fyrir ferðaþjónustu fatlaðra. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka að ekki verður unað við þá grafalvarlegu stöðu sem er á framkvæmd ferðaþjónustu við fatlaða. Gengið var frá samkomulagi um þessa þjónustu í maí 2014 þannig að tíminn til að undirbúa breytingar á henni hefði átt að vera nægur en hann hefur verið illa nýttur. Breytingarnar…

Lesa meira

Borgarstjórnarfundur á morgun

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Borgarstjórn kemur úr góðu jólafríi en rúmlega mánuður er liðinn síðan að síðasti borgarstjórnarfundur var haldinn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert það að sínu frumkvæði að ræða um sorphirðu og innkaupamál borgarinnar. Einnig leggjum við fram tillögu um að borgarstjórn samþykki að taka upp Hafnarfjarðarmódelið hvað varðar fjárhagsaðstoð og hafa allir flokkar lagst á það að ræða um ferðaþjónustu fatlaðra. Dagskrá fundarins er hér: 1. 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna – umræða (að beiðni forsætisnefndar) 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að borgarstjórn samþykki að taka upp Hafnarfjarðarmódelið hvað varðar fjárhagsaðstoð 3. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðs fólks (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka)…

Lesa meira

Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavík

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega það „vonlausa rekstrarumhverfi“ eins og hann orðaði það, sem meirihluti borgarstjórnar hefur búið tónlistarskólunum. „Ég setti málefni tónlistarskóla í Reykjavík á dagskrá borgarstjónarfundarins til að fá fram umræðu um það alvarlega ástand sem við blasir. Mér finnst það ábyrgðarleysi af borgarfulltrúum meirihlutans að gera framlög til skólanna að bitbeini í átökum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að greiða fyrir framhaldsmenntun tónlistar.  Það er mjög stutt í að þau átök munu ekki skipta neinu máli vegna þess að það verða engir tónlistarskólar sem kenna á framhaldsstigi til að taka við…

Lesa meira

Fimm mál á dagskrá borgarstjórnar að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Síðasti borgarstjórnarfundur fyrir jól fer fram á morgun, þriðjudag, en á dagskrá fundarins liggja fyrir fimm liðir sem koma að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hefst kl. 14:00 á morgun og er í beinni útsendingu hér. 1. Tillaga borgarfulltrúa allra flokka um griðasvæði hvala í Faxaflóa 2. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um samkeppni vegna Intercultural cities 3. Umræða um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur um ívilnandi lóðaúthlutanir án greiðslna fyrir byggingarrétt, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. desember 4. Umræða um stöðu tónlistarskólanna í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 5. Umræða um íþrótta- og æskulýðsmál í…

Lesa meira

Sveigjanlegri þjónusta vegna þrifa

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um sveigjanleika í þjónustu vegna þrifa. Tillagan var svohljóðandi: Tilraun verði gerð með sveigjanlegri þjónustu velferðarsviðs vegna þrifa. Ef fólk vill sækja þrif annað en til velferðarsviðs skal gera því það kleift. Samningar verði með þeim hætti að greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi fékk metið að á þyrfti að halda hjá sviðinu. Greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi er í þörf fyrir samkvæmt mati sviðsins. Reiknað verði tímagjald á klukkustund út frá þeim kostnaði sem sviðið ber vegna sömu þjónustu. Þó aldrei lægra tímagjald en reiknað hefur verið vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar…

Lesa meira

Styðja við dagforeldra

Borgarstjórn allir

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að afnema fjárhagslegan hvata til að velja leikskóla fram yfir dagforeldra. Tillagan sem lögð var fram var svohljóðandi: Dagforeldrar eru mikilvægur hlekkur í þjónustu við barnafjölskyldur en stefna borgarinnar undanfarið kjörtímabil hefur hins vegar verið á þann veg að foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar. Þetta er gert þrátt fyrir að þjónusta dagforeldra sé mun ódýrara úrræði en það að reka leikskóla. Fjárhagslegur hvati er því fyrir fjölskyldur yngstu barnanna að velja dýrasta úrræðið. Mjög mikill munur er á niðurgreiðslum með hverju…

Lesa meira