Breytingar í velferðarþjónustunni eru óumflýjanlegar

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tuttugu breytingartillögur við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2015 á borgarstjórnarfundi í gær. Fjárhagsáætlunin var meginumræðuefni fundarins en var fundi slitið rétt yfir miðnætti. Breytingartillögurnar fjölluðu um umbætur í velferðarmálum í ljósi þess að óbreytt fyrirkomulag þjónustunnar mun ekki mæta þörfum íbúa í næstu framtíð. Nauðsynlegt sé að fjárfesta í nýsköpun, tækni og rannsóknum í velferðarmálum enda standi þjónustan á tímamótum. Áhersla var lögð á að hefja óumflýjanlegt breytingarferli í þjónustunni með því að hefja greiningarvinnu, gera tilraunaverkefni og flýta fyrir innleiðingu tæknilausna. „Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að…

Lesa meira

Vantar nýja hugsun í rekstur borgarinnar

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun. Ljóst er að aðalsjóður skilar hálfs milljarðs króna halla og útsvarið er áfram í hámarki. Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, segir að það vanti nýja hugsun í rekstur borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi undir fjárhagsáætlun:  „Hálfs milljarðs króna halli á aðalsjóði borgarinnar, útsvarið áfram í hæstu mögulegu hæðum og skortur á nýrri hugsun er einkenni á fyrstu fjárhagsáætlun meirihlutaflokkanna fjögurra í Reykjavík. Hallarekstur aðalsjóðs kemur í veg fyrir að eignasjóður borgarinnar geti staðið undir þeim verkefnum sínum að halda við eignum borgarinnar eins og sjá má á skólahúsnæði og öðru mikilvægu…

Lesa meira

Fjárhagsáætlun lögð fram á morgun

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Síðari umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram á morgun kl. 13:00. Allir borgarfulltrúar eru á mælendaskrá og munu tala um fjárhagsáætlun borgarinnar. ** Dýrara að búa í Reykjavík miðað við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 Dagskrá fundarins á morgun er svohljóðandi: 1. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015; síðari umræða 2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar; síðari umræða 3. Gjaldskrár fyrir árið 2015, sbr. 40 lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 4. Fundargerð borgarráðs frá 20. nóvember – 21. liður; Fjölskyldu- og húsdýragarður – kaup á leiktækjum – 22. liður; áheyrn Reykjavíkurráðs ungmenna – breyting á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð Fundargerð…

Lesa meira

Vill að borgarstjórn samþykki áfengisfrumvarpið

Hildur Sverrisdóttir

Á fundi borgarstjórnar í gær lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram ályktunartillögu sem snýr að því að skora á Alþingi að samþykkja áfengisfrumvarpið svokallaða. Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni en Hildur vísaði ma. í aðalskipulag Reykjavíkurborgar en samkvæmt því skuli stuðla að því að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana svo hverfin séu sem sjálfbærust. Hún sagði að mikilvægur þáttur í því væri að hægt sé að versla svo algenga neysluvöru sem áfengi er í hverfunum sjálfum í almennum verslunum en ekki sé nauðsynlegt að sækja hana í öðrum hverfum í útjöðrum borgarinnar. Slíkt fyrirkomulag vinni gegn…

Lesa meira

Gleymum ekki atvinnulífinu

reykjavik_husnaedi_mynd2

Húsnæðisuppbygging Reykjavíkurborgar var tekin til umræðu á borgarstjórnarfundi í gær. Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að ekki sé meira tillit tekið til atvinnulífsins og að meirihlutinn sé að gleyma atvinnulífinu, eingöngu sé einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði en skortur er á lóðum fyrir atvinnulífið. Það er eingöngu einblínt á lóðir fyrir íbúðarhúsnæði sem er mikilvægt en það þarf að sinna atvinnulífinu líka því atvinnulífið er grunnurinn að búsetu og lífsgæðum í borginni. Hann talaði einnig um að stærri hópur vildi eiga sitt húsnæði og það væri mjög mikilvægt að stuðla að því að fólk geti keypt húsnæði á sómasamlegu verði. Fólk…

Lesa meira

Börkur sat borgarstjórn

Börkur í borgarstjórn

Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund í dag. Á Facebook síðu birti hann ofangreinda mynd af sér á fyrsta fundinum og skrifaði: Í dag sit ég fyrsta borgarstjórnarfundinn minn. Fyrir þau sem eru að velta fyrir sér frama í borgarpólitík get ég sagt frá því að kaffið hérna er lapþunnt og kexið sem boðið er uppá er gamalt. Ég held ég sé kominn með baráttumál fyrir næstu kosningar: „Betra kex í borgarstjórn, betra kaffi, betri borg!“

Lesa meira

Borgarstjórn í beinni

halldorh_borgarstjorn0209

Borgarstjórnarfundur er í beinni útsendingu hér Dagskrá fundarins er hér: 1. Umræða um húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 2. Ályktunartillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi 3. Umræða um íþrótta- og æskulýðsmál í Fossvogi og Bústaðahverfi (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 4. Umræða um opna fundi ráða og nefnda Reykjavíkurborgar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. nóvember 6. Fundargerð borgarráðs frá 6….

Lesa meira

Kjartan fékk ekki að nota glærur

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, var frummælandi þriðja liðs borgarstjórnar í gær sem sneri af bættum göngutengslum barna og ungmenna yfir Hringbraut. Talað var um það í gær að Halldór Halldórsson notaði glærur með ræðu sinni um fjárhagsáætlun borgarinnar en Kjartan Magnússon fékk ekki að nota glærur á sama fundi borgarstjórnar. Kjartan lýsti yfir vonbrigðum sínum yfir forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur, oddvita Vinstri grænna í upphafi ræðu sinnar. „Ég vil fyrst lýsa yfir vonbrigðum mínum með það að með þessari tillögu að þá ætlaði ég að gefa borgarfulltrúum og öðrum kost á að sjá nokkrar glærur og myndir sem skýra tillöguna og tilgang…

Lesa meira

Notaði glærur í borgarstjórn

Halldór kynnir í borgarstjórn

Á borgarstjórnarfundi í dag vakti athygli er Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, notaði glærur á borgarstjórnarfundi undir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2015. Ekki er algengt að borgarfulltrúar noti glærukynningar á borgarstjórnarfundum en þykir það mjög miður að ekki sé hægt að nýta tæknina betur á fundum borgarstjórnar. Halldór sýndi nokkur gröf sem var mjög erfitt að útskýra í beinum texta og þótti því tilvalið að notast við tæknina í þessu tilviki. Óþarfa vesen er þó að fá leyfi til þess að fá að nota glærur í borgarstjórn og vonandi að borgarfulltrúar geti án vankvæða notað glærukynningar á ræðum…

Lesa meira

Fjárhagsáætlun borgarinnar á dagskrá

Jómfrúarræða Halldórs

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram í borgarstjórn kl. 14. Þar mun borgarstjóri mæla fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar. Eingöngu munu oddvitar flokkana tala undir fyrsta og öðrum lið. Bein útsending frá fundinum hefst kl. 14. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015; fyrri umræða 2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2015-2019 3. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt göngutengsl barna og ungmenna yfir Hringbraut 4. Fundargerð borgarráðs frá 23. október – 20. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna áhrifa kjarasamninga á samning við styrktarfélagið Ás Fundargerð borgarráðs frá 30. október Fundargerð borgarráðs frá 31. október – 2. liður; frumvarp…

Lesa meira