Elísabet kom inn í borgarstjórn

Halldór Marta Elísabet

Elísabet Gísladóttir, sat sinn fyrsta borgarstjórnarfund en hún kom inn á fundinn síðasta klukkutímann fyrir Kjartan Magnússon. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, sem sat einnig á fundinum smellti meðfylgjandi mynd af henni og Elísabetu ásamt Halldóri, sem undirritaður hefur nú séð brosa meira. Við óskum Elísabetu til hamingju með að hafa setið sinn fyrsta borgarstjórnarfund.

Lesa meira

Umræða um opinn íbúafund

russneskrettrunadarkirkja

Á borgarstjórnarfundi í gær var tekin umræða um opinn íbúafund vegna deiliskipulags á Nýlendureit. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu nýlega vel í sér heyra í borgarráði um málið en nú kom umræða um málið í borgarstjórn. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu eftirfarandi eftir að umræðum lauk: Opnir íbúafundir eru ein helsta leið borgarbúa til að láta rödd sína heyrast. Þegar óskir berast um að slíkir fundir verði haldnir ætti borgin að taka því fagnandi og bregðast við. Það vekur því furðu að tekið skuli neikvætt í að halda fund um skipulag Nýlendurreits og næsta nágrennis og tillögu um slíkt vísað frá í borgarráði. Reynslan…

Lesa meira

Dagskrá borgarstjórnar á morgun

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Næsti borgarstjórnarfundur fer fram á morgun, þriðjudaginn 21. október kl. 14. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um endurskoðun á verklagsreglum um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda 2. Umræða um Intercultural cities (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 3. Umræða um opinn íbúafund vegna deiliskipulags á Nýlendureit, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. október sl. 4. Fundargerð borgarráðs frá 9. október – 18. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna kjarasamninga við BHM-félög – 27. liður; ályktunartillaga borgarráðs um flutning ríkisstofnana Fundargerð borgarráðs frá 16. október – 11. liður; viðauki við fjárhagsáætlun 2014 vegna kjarasamninga við…

Lesa meira

Grunnskólabörn fái að stunda nám í framhaldsskólaáföngum

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að nemendur í efstu bekkjum mega stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða námi sínu í grunnskóla. Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, fór fyrir tillögunni. Tillagan var svohljóðandi: Lagt er til að Reykjavíkurborg hefji viðræður við ríkið um að nemendum í efstu bekkjum grunnskólans standi til boða á nýjan leik að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í fjarnámi samhliða námi sínu í grunnskóla sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að þessum aldurshópi standi til boða fjölbreyttra námsval í því augnamiði að koma enn betur til móts við einstaklingsmiðað nám. Grunnskólar gætu jafnframt nýtt þennan…

Lesa meira

Vilja draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að sérstakt átak yrði gert til að draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, talaði fyrir tillögunni á borgarstjórnarfundi. „Það er mikið misræmi í milli sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar frágang á gangbrautum og í þeim efnum rekur Reykjavíkurborg því miður lestina. Í útfærslum gangbrauta í borginni er ekki farið að gildandi reglum og víða eru engar merkingar hvorki skilti, götumerkingar eða lýsing. Slysatölur sýna að við verðum að gera átak í þessum efnum. Flest slys á gangandi og hjólandi vegfarendum eru þegar verið er að þvera…

Lesa meira

Borgarstjórnarfundur kl. 14

radhusrvk

Fyrsti borgarstjórnarfundur októbermánaðar er í dag kl. 14:00. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um endurskoðun á hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sérstakt átak til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda 3. Umræða um mikilvægi þess að fjárfesta í nýsköpun, tækni og rannsóknum í velferðarmálum (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 4. Umræða um aðild að sáttmála sveitarfélaga um aðlögun að loftslagsbreytingum, sbr. samþykkt borgarráðs 2. október sl. 5. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um aðgang 10. bekkinga að framhaldsnámi 6. Fundargerð borgarráðs frá 18. september 7. Fundargerð borgarráðs frá 2. október 8. Fundargerð forsætisnefndar frá 3. október Fundargerð íþrótta-…

Lesa meira

Staða félagslegra íbúða í Reykjavík

reykjavik_husnaedi_mynd2

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku var rætt um stöðu félagslegra leiguíbúða í Reykjavík. Halldór Halldórsson spurði borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu af því hvernig ætlar meirihlutinn að standa við þau loforð um það að byggja 2500-3000 íbúðir í Reykjavík á næstu fimm árum? Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vara við því að skilgreindur verði nýr hópur leigjenda á markaði í félagslegri þörf eins og hugmyndir um svokölluð Reykjavíkurhús meirihlutans ganga út á. Mikilvægara er að forgangsraða aðgerðum þannig að félagslegu húsnæði fyrir þann hóp sem er í brýnni þörf fjölgi. Reykjavíkurborg á að tryggja að grundvöllur skapist fyrir öflugan leigumarkað þar sem einkaaðilar sjá hag…

Lesa meira

Hár launakostnaður vegna veikinda

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Launakostnaður Reykjavíkurborgar hefur undanfarin ár verið mun hærri en áætlanir gera ráð fyrir vegna veikinda starfsmanna og álags vegna yfirvinnu og stórhátíða. Bara á velferðarsviði er líklegt að um 150 milljón króna skekkja sé vegna þessa í 6 mánaða uppgjöri sviðsins. Fleiri svið glíma við sama vanda, þannig að gera má ráð fyrir að samanlögð upphæð sé mun hærri á heildina litið. Málið var rætt á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu á fundinum sem lagði til að borgarstjórn samþykki að gera sérstakt átak til að skoða gagngert hvernig megi bregðast við, skoða hvort veikindin séu vinnutengd og þá hvort…

Lesa meira

Meira gagnsæi í stjórnsýsluna

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tvær tillögur um gagnsæi í borgarkerfinu á borgarstjórnarfundi í gær. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, fór fyrir tillögum sem snerist um aukið gagnsæi í stjórnsýslu og hins vegar um aukið gagnsæi við ráðstöfun almannafjár. Kjartan vill birta þau gögn sem eru lögð formlega fram á fundum nefnda og ráða borgarinnar á netinu ásamt fundargerðum svo þau eru sýnilegri almenningi. Einnig vill hann gera allar kostnaðargreiðslur borgarinnar sýnilegar almenningi á netinu. Í samtali við Morgunblaðið í morgun segir Kjartan að þetta sé endurflutningur á sambærilegum tillögum frá 2012 sem hafa verið samþykktar áður í borgarstjórn. „En svo bara gerist ekkert…

Lesa meira

Afgreiðsla máls tók rúmlega 3 ár

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram umræða um áfangaskýrslu umboðsmanns borgarbúa. Embætti umboðsmanns borgarbúa var stofnað á borgarstjórnarfundi í maí 2012. Umboðsmaður borgarbúa á að leiðbeina íbúum í samskiptum þeirra við embætti og stofnanir borgarinnar og veita þeim ráðgjöf um rétt sinn. Í skýrslunni sem talað var um á fundinum í dag segir að í upphafi var áætlað að á bilinu 60-100 mál myndu berast embættinu á tilraunatímabilinu en heildarfjöldi mála endaði í 423. „Af málafjölda má ráða að þörf hafi verið fyrir að taka á ýmsum málum í stjórnsýslunni. En spurningin er áleitin um hvort þörf hafi verið á sérstökum umboðsmanni…

Lesa meira