Verða að upplýsa um niðurstöður PISA

Ráðhús Reykjavíkur

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp dóm þann 24. júní sl. þar sem nefndin skipar Reykjavíkurborg að aflétta leynd af PISA-könnuninni sem borgin ákvað á síðasta kjörtímabili að birta ekki almenningi. Á þetta bæði við um niðurstöður könnuninnar og gögn sem starfsmenn borgarinnar hafa unnið með. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn í þann 18. mars 2014 sl. þar sem að við kröfðumst þess að árangur hvers skóla fyrir sig í einstökum greinum PISA-könnunar yrðu sendar skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Tillögunni var vísað frá með 10 atkvæðum Besta flokksins,…

Lesa meira

Okkar fulltrúar í Orkuveitunni

Fulltrúar okkar í Orkuveitu Reykjavíkur

Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar, voru skipuð í stjórn Orkuveitunnar af okkar hálfu þegar raðað var niður í ráð og nefndir borgarinnar á fyrsta borgarstjórnarfundi kjörtímabilsins þann 16. júní sl. Fráfarandi stjórn Orkuveitunnar kvaddi í gær og í kjölfarið var haldinn aðalfundur Orkuveitunnar. Á fundinum sátu þau tvö og lögðu þau fram tvær tillögur. 1. Útstreymi brennisteinsvetnis frá virkjunum Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu er stærsta umhverfismálið, sem fyrirtækið glímir nú við í rekstri sínum. Í því skyni að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti samþykkir stjórn Orkuveitunnar að setja upp tvær síritandi loftgæðamælistöðvar til viðbótar þeim, sem…

Lesa meira

Vakti athygli á áheyrnarfulltrúum

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, vakti athygli á því í lok borgarstjórnarfundar 16. júní sl. að meirihlutinn tilnefndi áheyrnarfulltrúa í ýmsum nefndum og ráðum borgarinnar. Kjartani fannst það mjög sérstakt að áheyrnarfulltrúum meirihlutans sé að fjölga í nefndum og ráðum borgarinnar. Sú staða getur þá komið upp að á fundum í sjö manna ráðum gætu setið sex fulltrúar frá meirihlutanum en aðeins þrír fulltrúar frá minnihlutanum.

Lesa meira

Jómfrúarræða Halldórs

Jómfrúarræða Halldórs

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kom í pontu undir fjórða lið dagskrár borgarstjórnar sem var tillaga nýs meirihluta um stofnun stjórnkerfis- og lýðræðisnefndar. Tillagan var svohljóðandi: „Borgarstjórn samþykkir að breyta nafni stjórnkerfisnefndar í stjórnkerfis- og lýðræðisráð. Ráðið verði í 1. flokki skv. samþykktum um kjör og starfsaðstöðu borgarfulltrúa og vinnu við endurskoðun samþykktar fyrir ráðið verði lokið fyrir fyrsta fund borgarstjórnar í haust.“ Nefndin hét áður stjórnkerfisnefnd en Halldór Halldórsson gagnrýndi nefndina á fundinum og lagði áherslu á að nefndin yrði ekki stofnuð fyrr en erindisbréf yrði unnið, samþykktir fyrri nefndar skoðaðar betur sem hvergi var hægt að finna. Nýr…

Lesa meira