Viðvörunarljósin loga hjá vinstri meirihlutanum í borginni

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti ársreikning borgarinnar fyrir árið 2014 við síðari umræðu á fundi sínum 12. maí. Reikningurinn sýnir mikið tap á A-hluta Reykjavíkurborgar þrátt fyrir að rekstrartekjur A-hluta vaxi um 2,3 milljarða króna milli 2013 og 2014. Útgjaldaaukning er 9,3 milljarðar á milli sömu ára þannig að tap aðalsjóðs er 7,1 milljarður króna og er bætt upp með jákvæðri afkomu Eignasjóðs og Bílastæðasjóðs þannig að niðurstaðan verður 2,8 milljarðar króna í tap. Borgin tapaði því tæpum átta milljónum króna hvern dag ársins 2014 eða sem nemur andvirði tveggja góðra fólksbíla daglega. Fjármálaskrifstofan varar við Í skýrslu Fjármálaskrifstofu borgarinnar segir um…

Lesa meira

Rekstrartap A-hluta borgarinnar

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Við vorum að ljúka borgarstjórnarfundi þar sem ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2014 var til síðari umræðu og staðfestingar. Ársreikningur ársins 2014 sýnir 2,8 milljarða króna tap A-hluta Reykjavíkurborgar sem er öll meginstarfsemi Reykjavíkurborgar. Í skýrslu Fjármálaskrifstofu borgarinnar segir um þennan taprekstur að mikilvægt sé að bregðast við. Undir það taka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins með tillögu sinni um að farið verði í rekstrarhagræðingu og í framhaldi af árangri í því verði farið í lækkun útsvars í áföngum. Meirihlutinn samþykkti að vísa tillögunni til borgarráðs til úrvinnslu. Það var stutt af fulltrúum allra flokka í borgarstjórn. Á fundinum fór ég sérstaklega yfir þróun…

Lesa meira

Tap á aðalsjóði Reykjavíkurborgar jafn hátt og heildartekjur Mosfellsbæjar

Borgarstjórn allir

Í dag 28. apríl var ársreikningur Reykjavíkurborgar lagður fram til fyrri umræðu í borgarstjórn. Mikið tap er á A-hluta Reykjavíkurborgar eða 2,8 milljarðar króna og það þrátt fyrir að rekstrartekjur hafi aukist um 2,3 milljarða króna á milli áranna 2013 og 2014. En tap aðalsjóðs er 7,1 milljarður króna. Er þetta tap bætt upp með jákvæðri afkomu Eignasjóðs og Bílastæðasjóðs þannig að tapið verður 2,8 milljarðar. Halldór Halldórsson sagði í ræðu sinni í dag að um sláandi tölur væri að ræða og eitthvað mikið væri að í rekstri Reykjavíkurborgar. En ef rekstur A- hluta Reykjavíkurborgar er skoðaður, má sjá að…

Lesa meira

Skuldsetta Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 ásamt fimm ára áætlun fyrir borgarsjóð (A-hluta) og fyrirtæki borgarinnar (B-hluta) var samþykkt á borgarstjórnarfundi 2. desember af meirihluta borgarstjórnar. Samanlagt eru A- og B-hluti kallaðir samstæða borgarinnar. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðri útkomu samstæðunnar sem er eins gott því Reykjavíkurborg er mjög skuldsett sveitarfélag með skuldahlutfall 195% af tekjum ársins þegar hámarkið skv. sveitarstjórnarlögum er 150%. Lesendur hafa eflaust orðið varir við að fjögurra flokka vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg stærir sig af góðum rekstri og að árangur hafi náðst. Vissulega hefur árangur náðst hvað samstæðuna varðar því Orkuveita Reykjavíkur vegur þar þyngst og það…

Lesa meira

Sveigjanlegri þjónusta vegna þrifa

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um sveigjanleika í þjónustu vegna þrifa. Tillagan var svohljóðandi: Tilraun verði gerð með sveigjanlegri þjónustu velferðarsviðs vegna þrifa. Ef fólk vill sækja þrif annað en til velferðarsviðs skal gera því það kleift. Samningar verði með þeim hætti að greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi fékk metið að á þyrfti að halda hjá sviðinu. Greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi er í þörf fyrir samkvæmt mati sviðsins. Reiknað verði tímagjald á klukkustund út frá þeim kostnaði sem sviðið ber vegna sömu þjónustu. Þó aldrei lægra tímagjald en reiknað hefur verið vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar…

Lesa meira

Styðja við dagforeldra

Borgarstjórn allir

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að afnema fjárhagslegan hvata til að velja leikskóla fram yfir dagforeldra. Tillagan sem lögð var fram var svohljóðandi: Dagforeldrar eru mikilvægur hlekkur í þjónustu við barnafjölskyldur en stefna borgarinnar undanfarið kjörtímabil hefur hins vegar verið á þann veg að foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar. Þetta er gert þrátt fyrir að þjónusta dagforeldra sé mun ódýrara úrræði en það að reka leikskóla. Fjárhagslegur hvati er því fyrir fjölskyldur yngstu barnanna að velja dýrasta úrræðið. Mjög mikill munur er á niðurgreiðslum með hverju…

Lesa meira

Vantar nýja hugsun í rekstur borgarinnar

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun. Ljóst er að aðalsjóður skilar hálfs milljarðs króna halla og útsvarið er áfram í hámarki. Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, segir að það vanti nýja hugsun í rekstur borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi undir fjárhagsáætlun:  „Hálfs milljarðs króna halli á aðalsjóði borgarinnar, útsvarið áfram í hæstu mögulegu hæðum og skortur á nýrri hugsun er einkenni á fyrstu fjárhagsáætlun meirihlutaflokkanna fjögurra í Reykjavík. Hallarekstur aðalsjóðs kemur í veg fyrir að eignasjóður borgarinnar geti staðið undir þeim verkefnum sínum að halda við eignum borgarinnar eins og sjá má á skólahúsnæði og öðru mikilvægu…

Lesa meira

650 krónur í sund á næsta ári

Sundhöllin - ný

Samkvæmt gjaldskrám Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 liggur fyrir að kosta muni 650 kr. fyrir eina sundferð í sundlaugum Reykjavíkur á næsta ári. Á þessu ári hefur sundferðin kostað 600 kr. fyrir fullorðinn. Magnús, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhópsins vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann benti á að ein sundferð kostaði 360 krónur fyrir fjórum árum síðan en þar sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Það mun kosta 650 kr. í sund á nýju ári í Reykjavík. Það kostaði 360 kr. í sund árið 2010. Vá. — Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) November 4, 2014 @sigurbjornsson 650 kr í sund er samt…

Lesa meira

Dýrara að búa í Reykjavík

Johannes Jansson/norden.org

Á borgarstjórnarfundi í gær var fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í fyrri umræðu en þar máttu oddvitar flokkana eingöngu taka til máls. Halldór Halldórsson, gagnrýndi fjárhagsáætlun borgarinnar harkalega og talaði um að aðalsjóður borgarinnar myndi skila rúmlega 5 milljarða króna halla á næsta ári og að veltufé frá rekstri hefur ekki verið jafn lágt í rúmlega áratug. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar heldur meirihlutinn í Reykjavík áfram að reka sömu stefnu og frá síðasta kjörtímabili. Kostnaður meðalfjölskyldu í Reykjavík með þrjú börn er 2,2 milljónir sem hún greiðir til borgarinnar á ári að meðtöldu útsvari. Núverandi meirihluti ætlar að halda áfram að auka álögur…

Lesa meira

Veltufé frá rekstri lægst í Reykjavík

1veltufe_frarekstri_reykjavik

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í gær. Veltufé frá rekstri lýsir fjármunamyndun á rekstrartímabilinu og það segir til um getuna til þess að greiða afborganir lána og fjárfestingar eða hverju reksturinn skilar í peningum. Veltufé fer sífellt lækkandi í A-hluta fjárhagsáætlunarinnar og hefur ekki verið lægra í meira en áratug. Í samanburði má sjá að Reykjavíkurborg er með lægsta veltufé frá rekstri í samanburði við önnur sveitarfélög. Miðað við þessar tölur sést að meirihlutinn er að reksturinn er að skila minna og minna á hverju ári. „Það er mjög alvarlegt“, sagði Halldór á fundinum.  

Lesa meira