Notaði glærur í borgarstjórn

Halldór kynnir í borgarstjórn

Á borgarstjórnarfundi í dag vakti athygli er Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, notaði glærur á borgarstjórnarfundi undir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar árið 2015. Ekki er algengt að borgarfulltrúar noti glærukynningar á borgarstjórnarfundum en þykir það mjög miður að ekki sé hægt að nýta tæknina betur á fundum borgarstjórnar. Halldór sýndi nokkur gröf sem var mjög erfitt að útskýra í beinum texta og þótti því tilvalið að notast við tæknina í þessu tilviki. Óþarfa vesen er þó að fá leyfi til þess að fá að nota glærur í borgarstjórn og vonandi að borgarfulltrúar geti án vankvæða notað glærukynningar á ræðum…

Lesa meira

5 milljarða halli á aðalsjóði borgarinnar

rekstur_adalsjods

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 var kynnt á borgarstjórnarfundi í dag en eingöngu voru oddvitar flokkanna tóku til máls. Halldór Halldórsson, talaði um alvarlega stöðu aðalsjóðs borgarinnar sem mun á næsta ári skila 5 milljarða halla. Meðfylgjandi mynd sýnir að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 muni skila um 4,6 milljarða halla en hann mun aukast fyrir árið 2015. „Rekstur borgarsjóðs veldur mér verulegum áhyggjum. Þróun á rekstri borgarsjóðs, gefur tilefni til að hafa áhyggjur af framtíðarmöguleikum Reykjavíkurborgar til að veita þá þjónustu sem íbúarnir þurfa í dag og fram í tímann“, segir Halldór.

Lesa meira

Skora á ráðherra

Halldór og Júlíus Vífill

Á fundi borgarráðs í morgun lögðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, fram ályktunartillögu um flutning Fiskistofu. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja til vandaðrar stjórnsýslu af hálfu ríkisins, ekki síst þegar fjallað er um mál sem varða stóra hópa starfsfólks opinberra stofnana á borð við Fiskistofu. Ákvörðun um flutning Fiskistofu er dæmi um óundirbúinn og óvandaðan flutning stofnunar. Enda virðist niðurstaðan verða sú að fæst ef nokkuð af starfsfólkinu flytur með og ríkissjóður verður fyrir óþarfa kostnaði. Ráðherra er hvattur til þess að falla frá þessum áformum. Með sama hætti er erfitt að sjá hvernig ný stofnun sem félags-…

Lesa meira

Áætlanir stóðust ekki

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar – júní 2014 ber með sér að rekstur borgarsjóðs hefur versnað milli ára og er 600 milljónum kr. lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tap á borgarsjóði eru rúmir 2,3 milljarðar kr. en var 1,9 milljarðar kr. árið á undan. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er einnig verri þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar á eignum Félagsbústaða sem er reiknuð tala upp á 2,4 milljarða kr. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telja að rekstrarniðurstaðan sé óviðunandi þrátt fyrir hækkun útsvarstekna um tæpan 1 milljarð kr. „Þessi niðurstaða á rekstri borgarsjóðs kallar á uppstokkun og nýja…

Lesa meira