Fimm mál á dagskrá borgarstjórnar að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Síðasti borgarstjórnarfundur fyrir jól fer fram á morgun, þriðjudag, en á dagskrá fundarins liggja fyrir fimm liðir sem koma að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn hefst kl. 14:00 á morgun og er í beinni útsendingu hér. 1. Tillaga borgarfulltrúa allra flokka um griðasvæði hvala í Faxaflóa 2. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata um samkeppni vegna Intercultural cities 3. Umræða um tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um reglur um ívilnandi lóðaúthlutanir án greiðslna fyrir byggingarrétt, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. desember 4. Umræða um stöðu tónlistarskólanna í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 5. Umræða um íþrótta- og æskulýðsmál í…

Lesa meira

Skuldsetta Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 ásamt fimm ára áætlun fyrir borgarsjóð (A-hluta) og fyrirtæki borgarinnar (B-hluta) var samþykkt á borgarstjórnarfundi 2. desember af meirihluta borgarstjórnar. Samanlagt eru A- og B-hluti kallaðir samstæða borgarinnar. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðri útkomu samstæðunnar sem er eins gott því Reykjavíkurborg er mjög skuldsett sveitarfélag með skuldahlutfall 195% af tekjum ársins þegar hámarkið skv. sveitarstjórnarlögum er 150%. Lesendur hafa eflaust orðið varir við að fjögurra flokka vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg stærir sig af góðum rekstri og að árangur hafi náðst. Vissulega hefur árangur náðst hvað samstæðuna varðar því Orkuveita Reykjavíkur vegur þar þyngst og það…

Lesa meira

Sveigjanlegri þjónusta vegna þrifa

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um sveigjanleika í þjónustu vegna þrifa. Tillagan var svohljóðandi: Tilraun verði gerð með sveigjanlegri þjónustu velferðarsviðs vegna þrifa. Ef fólk vill sækja þrif annað en til velferðarsviðs skal gera því það kleift. Samningar verði með þeim hætti að greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi fékk metið að á þyrfti að halda hjá sviðinu. Greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi er í þörf fyrir samkvæmt mati sviðsins. Reiknað verði tímagjald á klukkustund út frá þeim kostnaði sem sviðið ber vegna sömu þjónustu. Þó aldrei lægra tímagjald en reiknað hefur verið vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar…

Lesa meira

Styðja við dagforeldra

Borgarstjórn allir

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að afnema fjárhagslegan hvata til að velja leikskóla fram yfir dagforeldra. Tillagan sem lögð var fram var svohljóðandi: Dagforeldrar eru mikilvægur hlekkur í þjónustu við barnafjölskyldur en stefna borgarinnar undanfarið kjörtímabil hefur hins vegar verið á þann veg að foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar. Þetta er gert þrátt fyrir að þjónusta dagforeldra sé mun ódýrara úrræði en það að reka leikskóla. Fjárhagslegur hvati er því fyrir fjölskyldur yngstu barnanna að velja dýrasta úrræðið. Mjög mikill munur er á niðurgreiðslum með hverju…

Lesa meira

Breytingar í velferðarþjónustunni eru óumflýjanlegar

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tuttugu breytingartillögur við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2015 á borgarstjórnarfundi í gær. Fjárhagsáætlunin var meginumræðuefni fundarins en var fundi slitið rétt yfir miðnætti. Breytingartillögurnar fjölluðu um umbætur í velferðarmálum í ljósi þess að óbreytt fyrirkomulag þjónustunnar mun ekki mæta þörfum íbúa í næstu framtíð. Nauðsynlegt sé að fjárfesta í nýsköpun, tækni og rannsóknum í velferðarmálum enda standi þjónustan á tímamótum. Áhersla var lögð á að hefja óumflýjanlegt breytingarferli í þjónustunni með því að hefja greiningarvinnu, gera tilraunaverkefni og flýta fyrir innleiðingu tæknilausna. „Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að…

Lesa meira

Fjárveitingar til skólamötuneyta lækka

motuneyti

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlega athugasemd við fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg um nýsamþykkta fjárhagsáætlun 2015. Í fréttatilkynningunni er því ranglega haldið fram að framlag borgarinnar til hráefniskaupa í leik- og grunnskólum hækki um 56 milljónir króna frá fyrri áætlun. Í dag hafa margir fjölmiðlar notað þessa tilkynningu í fréttaflutningi sínum og stuðst við þær tölur sem þar koma fram. Hið rétta er að fjárveitingar til skólamötuneyta lækka um 28 milljónir á milli ára auk þess sem umrædd framlög eru ekki vísitölubætt eins og flestar aðrar fjárveitingar borgarinnar. Þrátt fyrir að á þetta hafi verið bent hér á fundinum hafa fulltrúar meirihluta Samfylkingar,…

Lesa meira

Vantar nýja hugsun í rekstur borgarinnar

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi í gær fór fram síðari umræða um fjárhagsáætlun. Ljóst er að aðalsjóður skilar hálfs milljarðs króna halla og útsvarið er áfram í hámarki. Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, segir að það vanti nýja hugsun í rekstur borgarinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi undir fjárhagsáætlun:  „Hálfs milljarðs króna halli á aðalsjóði borgarinnar, útsvarið áfram í hæstu mögulegu hæðum og skortur á nýrri hugsun er einkenni á fyrstu fjárhagsáætlun meirihlutaflokkanna fjögurra í Reykjavík. Hallarekstur aðalsjóðs kemur í veg fyrir að eignasjóður borgarinnar geti staðið undir þeim verkefnum sínum að halda við eignum borgarinnar eins og sjá má á skólahúsnæði og öðru mikilvægu…

Lesa meira

Fjárhagsáætlun lögð fram á morgun

Kjartan Magnússon í borgarstjórn

Síðari umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram á morgun kl. 13:00. Allir borgarfulltrúar eru á mælendaskrá og munu tala um fjárhagsáætlun borgarinnar. ** Dýrara að búa í Reykjavík miðað við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 Dagskrá fundarins á morgun er svohljóðandi: 1. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015; síðari umræða 2. Fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar; síðari umræða 3. Gjaldskrár fyrir árið 2015, sbr. 40 lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 4. Fundargerð borgarráðs frá 20. nóvember – 21. liður; Fjölskyldu- og húsdýragarður – kaup á leiktækjum – 22. liður; áheyrn Reykjavíkurráðs ungmenna – breyting á samþykkt fyrir skóla- og frístundaráð Fundargerð…

Lesa meira

Fjárfestum í nýsköpun og velferðartækni

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Eitt brýnasta mál Reykjavíkurborgar nú er að fjárfesta í nýsköpun, rannsóknum og innleiðingu tækni í velferðarmálum í Reykjavík. Verkefnum velferðarþjónustunnar fjölgar því fyrirséð er mikil fjölgun notenda og þar eru aldraðir stærsti hópurinn. Fyrirkomulagið sem rekið er í dag mun ekki geta mætt þörfum íbúa inn í næstu framtíð. Mikilvægt er að hefja óumflýjanlegt breytingaferli, búa til jarðveg fyrir nýsköpun í þjónustunni og fjárfesta í tæknilausnum og rannsóknum. Við sjálfstæðismenn óskuðum eftir umræðu um þetta mál í borgarstjórn á dögunum enda teljum við að ástandið sé orðið þannig að ekki verði beðið lengur með að fara af stað með verkefni…

Lesa meira

Vilja ekki Björgun í Sundahöfn

Björgun

Björn Jón Bragason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hverfisráði Laugardals, lagðist gegn þeim hugmyndum að færa Björgun í Sundahöfn. Björgun sem stendur í dag við Sævarhöfða mun flytja þaðan innan næstu tveggja ára þar sem samningur þeirra við Reykjavíkurborg rennur út eftir uþb. 2 ár. Hverfisráð Laugardals leggst alfarið gegn öllum hugmyndum um flutning Björgunar í Sundahöfn. Hverfisráð telur að starfsemi á borð við starfsemi Björgunar eigi ekki heima í nánd við íbúabyggð og leggur áherslu á aðkomu hverfisráðs að skipulagningu og undirbúningi að hugmyndum af þessu tagi. Allt hverfisráðið tók undir og samþykkti bókunina.

Lesa meira