Gatnakerfið er óviðunandi

frettabladid_slaemgata_raudararstigur

Á borgarráði á miðvikudaginn sl. var samþykkt að auka fjárveitingu til malbiksframkvæmda um allt að 150 milljónir króna. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þeir Halldór Halldórsson og Kjartan Magnússon lögðu fram svohljóandi bókun: Stefna sem tekin var upp á fyrsta fjárhagsári Samfylkingar og Bjartrar framtíðar/Besta flokksins þar sem dregið var verulega úr framlögum til malbiksframkvæmda hefur skilað sér í ástandi gatna sem er óviðunandi. Í dag er staðan sú að venjulegt viðhald dugir ekki, heldur þarf átak sem mun kosta borgarbúa miklu meira en ef árlegt viðhald hefði verið eðlilegt á kjörtímabili Samfylkingar og Besta flokks sem lækkaði framlög til viðhalds…

Lesa meira

„Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi“

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

„Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Áslaug telur að ekki sé nóg að gert til þess að sporna við ofbeldi gegn þessum hópi en nýverið kom út skýrsla sem gerði grein fyrir umfangi og eðli slíks ofbeldis á Íslandi. Í skýrslunni kom fram að full ástæða er til að huga mun betur að stöðu fatlaðra kvenna og fatlaðs fólks. Brot gegn fötluðum eru framin innan veggja heimilis eða á öðrum stað þar sem þeir dvelja eða hitta aðila sem þeir ættu að geta treyst…

Lesa meira

Vilja úttektir á sameiningarferlum

Kjartan og Marta

Borgarstjórn samþykkti á þriðjudaginn einróma að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um úttekt á sameiningarferli leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila til áframhaldandi meðferðar í skóla og frístundaráði. Samkvæmt tillögunni verður áhersla lögð á það í úttektinni að skoða hvernig staðið var að samskiptum og samráði við foreldra þeirra nemenda, sem umrætt sameiningarferli náði til og gerð viðhorfskönnun meðal þeirra. Í úttektinni verði einnig settar fram tillögur að úrbótum ef þörf krefur. Umrætt sameiningarferli hófst árið 2011 og náði til ellefu grunnskóla og 24 leikskóla. Enn er glímt við afleiðingar breytinganna í umræddum skólum. Á borgarstjórnarfundinum benti Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi á að í úttekt…

Lesa meira

Bensínstöð við Ingunnarskóla

bensinstod_kirkjustett

Árum saman hafa foreldrar barna í Grafarholti gert alvarlegar athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvar, sem stendur við hlið Ingunnarskóla, frístundaheimilisins Stjörnulands og félagsmiðstöðvarinnar Fókuss. Hefur m.a. verið kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið. Árið 2012 samþykkti skóla- og frístundaráð tillögu Sjálfstæðisflokksins um að skoðaðir yrðu möguleikar á breyttri staðsetningu bensínstöðvarinnar í samráði við eigenda hen…nar. Jafnframt var samþykkt að óska eftir lögfræðilegu áliti á því hvort staðsetningin samræmist reglum ríkisins og Reykjavíkurborgar um bensínstöðvar, t.d. reglum Brunamálastofnunar, sem ég tel vafa leika á um. Þrátt fyrir að næstum tvö og hálft ár séu nú liðin…

Lesa meira

Verður breyting á borgarstjórnarfundum?

Hildur Sverrisdóttir

Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lagði Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu þess efnis að taka skal upp óundirbúnar fyrirspurnir borgarstjóra líkt og tíðkast á Alþingi í óundirbúnum fyrirspurrnum ráðherra. Hildur sagði á fundinum að það væri gríðarlega mikilvægt fyrir minnihlutann í borgarstjórn að hann hafi færi á sinna eftirlitshlutverki sínu eins og kostur er. Það sé mikilvægt að minnihlutinn geti treyst á ramma þar sem hægt er að hafa beinan aðgang að æðsta embættismanni borgarinnar með spurningar sem borgarstjóri verði að svara. Slíkt myndi bæta samtal á milli meiri- og minnihluta á skýran og gagnsæjan hátt og með því væru…

Lesa meira

Borgarstjórnarfundur 3. mars

halldor_borgarstjorn0302

Núna kl. 14 hefst borgarstjórnarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um óundirbúnar fyrirspurnir til borgarstjóra 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úttekt á skólasameiningum með áherslu á samskipti og samráð við foreldra 3. Umræður um tillögur fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 4. Umræður um skýrslu starfshóps um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 5. Umræður um tilraunaverkefni um styttingu vinnudags án launaskerðingar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 6….

Lesa meira

Óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn?

Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að taka upp óundirbúnar fyrirspurnir í borgarstjórn, en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra eru fastur liður í dagskrá Alþingis. „Hugsunin á bak við tillöguna er sú að minnihlutinn í borginni, eins og alþingismenn, geti ræktað eftirlitshlutverk sitt gagnvart framkvæmdavaldinu,“ segir Hildur í samtali við Vísi.is. Hildur segir að verklag í kringum borgarstjórnarfundi mjög stíft. Til að mynda þurfa allar tillögur sem leggja á fram á fundi á þriðjudegi að liggja fyrir á föstudagsmorgni. Það sé því ekki svigrúm til að ræða málefni dagsins á fundunum þar sem kerfið komi…

Lesa meira

Vilja skoða starfsemi Þorrasels

thorrasel

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn kölluðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðssfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir upplýsingum um breytingar á starfseminni í Þorraseli. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja upplýsingar um það hvort meirihlutinn í Reykjavík ætli að koma í gegn einhliða breytingum án samráðs við íbúa á starfseminni í Þorraseli þar sem stendur til að breyta starfseminni í skrifstofuhúsnæði fyrir samþættingu heimaþjónustu, sem er allt annars eðlis en félagsstarfsemi aldraðra eða dagdeild sem til var stofnað við úthlutun byggingarréttarins árið 1991 og hefur síðan verið í framkvæmd. Íbúar að Þorragötu 5-7-9 hafa haft ástæðu til að treysta á að sú starfsemi sem…

Lesa meira

Áróðursmáladeild Dags B.

Björn Jón Bragason

Björn Jón Bragason skrifar Eitt af fyrstu verkum borgarstjórnarmeirihluta Jóns Gnarrs og Samfylkingarinnar var að stofna áróðursmáladeild í ráðhúsinu, en þar vinna nú alls fjórtán manns á kostnað reykvískra útsvarsgreiðenda. Ráðríkir valdhafar hafa á öllum tímum lagt mikið upp úr því að hafa á að skipa öflugum áróðursmeisturum til að fegra ímynd sína og um leið beita brögðum til að afflytja boðskap pólitískra andstæðinga. Áróðursmáladeild Dags B stýrir fyrrverandi ritstjóri Séð & heyrt, sem hefur ítrekað misnotað aðstöðu sína á samfélagsmiðlum og flutt pólitískt erindi vinstrimeirihlutans í nafni Reykjavíkurborgar, líkt og sagt var frá í fréttum í gær, en undirrituðum…

Lesa meira

Viljum laga götur í ólagi

halldor_visir

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sat fyrir svörum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær um ástand gatna í borginni.

Lesa meira