Vilja hætta við þrengingu Grensásvegar

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi í gær lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson fram tillögu þess efnis að hætt verði við þrenginu Grensásvegar á milli Miklubrautar og Bústaðarvegar en áætlaður kostnaður við framkvæmdina nema 160 milljónum króna. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við borgarráð að setja 150 milljónir krónur umfram fjárhagsáætlun í malbiksviðgerðir vegna þess hversu malbik á götum borgarinnar er illa farið. Ráðið lagði ekki til með hvaða hætti spara má á móti þessu aukaframlagi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja því til að það verði gert með þessum hætti.

Lesa meira

Opinn fundur með borgarfulltrúum

opinnfundur_vardar

Vörður, fulltrúaráðið í Reykjavík stendur fyrir opnum fundi með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins miðvikudagskvöldið 25. febrúar kl. 20:00 í Valhöll. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja stutta framsögu en að henni lokinni munu borgar- og varaborgarfulltrúar flokksins sitja fyrir svörum. Allir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu vera á svæðinu. Sjáumst hress í Valhöll.  

Lesa meira

Spyrja um aðgengi að farsímanotkun

Halldór og Júlíus Vífill

Á borgarráðsfundi á fimmtudaginn báru þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þá spurningu upp um hvort að starfsmönnum borgarinnar hefðu aðgengi að farsímanotkun kjörinna fulltrúa. Fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hverjir hafi aðgang að upplýsingum um farsímanotkun kjörinna fulltrúa og starfsmanna Reykjavíkurborgar og hvernig sé farið með slíkt. Hvaða aðili innan borgarinnar hefur aðgang að mínum síðum og/eða fyrirtækjasíðum Vodafone og getur þannig fylgst með öllum farsímum sem skráðir eru hjá borginni. Er starfsmönnum kynnt að upplýsingar um notkun séu aðgengilegar? Ef svo er hvernig á sú kynning sér stað?

Lesa meira

Hrun gatnakerfisins í borginni

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn spurðust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir um hvernig yrði brugðist við þeirri bagalegu stöðu í gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Segja þau að hrun hafi orðið í gatnamálum borgarinnar og víða eru hættur í umferðinni sem valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Tillagan sem þau lögðu fram á fundinum Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar…

Lesa meira

Hver á að axla ábyrgð á ferðaþjónustu fatlaðra?

FundurSjalfsbjargar

Borgarstjóri og aðrir fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa síður en svo axlað ábyrgð á því sem farið hefur úrskeiðis í málefnum ferðaþjónustu fatlaðra á undanförnum mánuðum. Strax á fyrstu dögum ársins kom í ljós alvarlegur þjónustubrestur hjá ferðaþjónustu fatlaðra í kjölfar breytinga, sem gerðar voru á starfsemi hennar um áramótin. Rætt var ítarlega um málið á borgarstjórnarfundi 20. janúar og lögð fram tillaga Framsóknar og flugvallarvina um tafarlausa skipun tímabundins aðgerðahóps til að leysa það vandamál sem Strætó bs. stendur frammi fyrir varðandi ferðaþjónustu fatlaðra. Meirihlutinn vísaði tillögunni til nefndar. Skilaboð borgarstjóra og formanns borgarráðs á fundinum voru þau að unnið…

Lesa meira

Heimsóttu Götusmiðjuna

gotusmidjan

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi fór ásamt Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur og Ólafi Kr. Guðmundssyni í heimsókn í Götusmiðjuna á mánudaginn sl. Mummi og Sigrún hjá Götusmiðjunni hittu þau og kynntu fyrir þeim starfsemina og ræddu við þau hvaða leiðir séu líklegastar til að skila árangri í þágu stuðnings og meðferðarúrræði fyrir unga vímuefnaneytendur. Um Götusmiðjuna Forsögu Götusmiðjunnar má rekja til ársins 1994 þegar þeir Björn Ragnarsson og Guðmundur Týr Þórarinsson(Mummi) stofnuðu Mótorsmiðjuna. Mótorsmiðjan var til húsa í höfðahverfinu í Reykjavík og var rekin af Reykjavíkurborg fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Hún var hugsuð sem sérhæfð félagsmiðstöð fyrir þá sem áttu af…

Lesa meira

Ástand vega borgarinnar slæmt

olafurkr

Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og fjölmiðlum hafa borist margar ábendingar um hversu slæmar göturnar eru á mörgum aðalgötum Reykjavíkurborgar. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði var í viðtali við Sjónvarp MBL á dögunum og við Ísland í Bítið í gærmorgun.

Lesa meira

Skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar skoðaðar

Hildur Sverrisdóttir

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á borgarstjórnarfundi í gær sem sneri að skipun fulltrúa í ráð og nefndir borgarinnar. Upp kom umræða um málið þegar að fimm fulltrúar meirihlutans sátu hjá við skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð borgarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða. Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfultrúi talaði fyrir tillögunni. Hún sagði að það væri lýðræðislega óeðlilegt að gera skipun annarra flokka í nefndir og ráð pólitíska eins og formið bjóði upp á með að bjóða upp á hjásetu. Flokkarnir eiga að hafa fullt lýðræðislegt umboð til að skipa hverja þá sem þeim hugnast og bera með því pólitíska ábyrgð á…

Lesa meira

Friðarspillir fari úr Rögnunefndinni

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi í dag er til samþykktar framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Hlíðarendasvæðis sem þýðir að uppbygging hefst þar fljótlega. Degi B. Eggertssyni er að takast ætlunarverk sitt að loka neyðarbrautinni og koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að Rögnunefndin sé enn að störfum og þrátt fyrir það að innanríkisráðherra hafi ítrekað það í lok árs 2013 að flugbrautinni verði ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun meðan Rögnunefndin er enn að störfum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Dagur B. situr einmitt í nefndinni og ætti að vera fullkunnugt um…

Lesa meira

Hlíðarendi á dagskrá borgarstjónar

halldor_borgarstjorn0302

Borgarstjórnarfundur hófst núna kl. 14:00 og er í beinni útsendingu hér. Á fundinum eru nokkur mál, þar helst umræða um ferðaþjónustu fatlaðra, málefni grunnskóla Reykjavíkur og Hlíðarendi. Dagskrá fundarins 1. Umræða um rafrænar íbúakosningar, Betri hverfi 2015 (að beiðni borgarfulltrúa allra flokka) 2. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipan fulltrúa í ráð og nefndir 3. Umræða um móttöku og þjónustu við flóttafólk í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata) 4. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðra (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 5. Umræða um málefni grunnskóla Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins) 6. Umræða um tillögur og afbrigði á borgarstjórnarfundum…

Lesa meira