Óskýr svör Strætó

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs 15. janúar sl. báðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um svör við átta spurningum sem varða ferðaþjónustu fatlaðra. Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. fengust loksins svör við þeim spurningum en þóttu svörin ekki vera fullnægjandi að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Svör Strætó 1. Hvaða tölvukerfi var tekið upp hjá Strætó bs. til að sinna þessu verkefni? Nous DR frá fyrirtækinu Trapeze 2. Var þetta keypt sem staðlað kerfi eða er þetta sérsmíðað og þá af hverjum? Staðlað kerfi. 3. Var sú þjónusta boðin út? Nei, enda undir viðmiðunarmörkum bæði skv. reglugerð stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, og innkaupastefnu…

Lesa meira

Er Reykjavík velferðarborg?

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Þessu veltir fyrir sér Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi, sem verður gestur Óðins á málefnafundi á morgun, laugardag, 14. febrúar. Fundurinn hefst í Valhöll kl. 10:30 og eru allir velkomnir.  

Lesa meira

Opinn fundur um samfélagsmál

Kjartan og Marta

Í tilefni af útkomu skýrslu um sameiningar menntastofnanna á síðasta kjörtímabili heldur Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi opinn fund laugardaginn 14. febrúar klukkan 10:30 til 12:00 í félagsheimili okkar að Hverafold 1-3 (ath. nýtt heimilisfang). Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi verða gestir fundarins á laugardaginn kemur og munu þau fjalla um nýútkomna skýrslu um sameiningar skóla, leikskóla og skóla- og frístundaráðs. Við hvetjum sem flesta að kíkja í morgunkaffi laugardaginn 14. febrúar og eiga gott spjall um samfélagsmálin í hverfinu okkar, allir velkomnir. Á næstu mánuðum mun Félag sjálfstæðimanna í Grafarvogi standa fyrir fleiri opnum fundum á laugardagsmorgnum. Hægt…

Lesa meira

Engin svör borist

Halldór á RÚV

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa enn engin svör fengið við spurningu um ferðaþjónustu fatlaðra sem lögð var fram þann 15. janúar síðastliðinn. Fyrirspurnin var í átta liðum um undirbúning breytinga á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fatlaðra og hvernig kaupum á tölvukerfi var háttað. „Það hefur gengið mjög illa að fá svör við spurningum innan kerfisins. Maður hefði haldið að það hefði gefist tími til að svara þessum spurningum okkar. Auðvitað er forgangsmál að ná tökum á því ófremdarástandi sem ríkir í ferðaþjónusta fatlaðra, en við teljum að svör við spurningum okkar gætu verið liður í því að skilja vandann betur,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti…

Lesa meira

Halldór á Sprengisandi

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilsonar í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Sveinbjörg Birna Sveinbjörrnsdóttir, oddviti borgarstjórnarhóps Framsóknar- og flugvallarvinar og S. Björn Blöndal, oddviti borgarstjórnarhóps Bjartrar Framtíðar voru einnig í settinu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.

Lesa meira

Óska eftir upplýsingum um verkferla

Áslaug og Börkur

Á fundi velferðarráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu: Óskað er eftir upplýsingum um það verkferli sem viðhaft er þegar barn eða fatlaður einstaklingur sem ekki getur tjáð sig neitar að fara með ferðaþjónustu eða finnst ekki þegar ferðaþjónustu ber að garði. Fer eitthvað tilkynningarferli af stað og hvernig er því háttað. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um hvaða reglur eigi við á þeim stöðum sem annast fatlaða s.s. Hitt húsið, skammtímavistanir, dagvistanir og fleira. Á hvaða tímapunkti er haft samband við foreldra? Er þetta verkferli kynnt og kennt til dæmis á námskeiðum sem starfsmenn sækja? Áslaug…

Lesa meira

„Þetta er alveg rosalegt“

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

„Þetta er alveg rosalegt“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Það er eitthvað mikið að því kerfi sem sett var upp og hefur hlotið mjög mikla gagnrýni. Maður á ekki nógu sterk orð til að lýsa því hversu hræðilegt þetta hefur verið fyrir Ólöfu Þorbjörgu“, bætir Halldór við í Facebook uppfærslu í gærkvöldi. Mikil umræða hefur skapast um mál Ólafar Þorbjörgu en hún var skilin eftir í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í sjö klst í gær. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu um málið í borgarráði í dag.

Lesa meira

Staða ferðaþjónustu fatlaðra grafalvarleg

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs var samþykkt samhljóða að neyðarstjórn yrði skipuð yfir ferðaþjónustu fatlaðra undir forystu Stefáns Eiríkssonar sviðsstjóra velferðarssviðs Reyjavíkurborgar. Hlutverk stjórnarinnar er að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðra eins fljótt og kostur er. Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd og hafi jafnframt fullt umboð til að gera tillögur að grundvallarbreytingum á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar. Er þetta gert í kjölfar þess að ung þroskaskert kona fannst týnd í einum bíl ferðaþjónustu fatlaðra eftir að hafa setið þar inni…

Lesa meira

Vond niðurstaða fyrir íbúa Reykjavíkur

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi 3. febrúar sl. ræddi borgarstjórn um þjónustukönnun Capacent sem sýnir að borgarbúar eru óánægðastir allra íbúa þeirra 19 sveitarfélaga sem borin eru saman. Capacent hefur framkvæmt þessa könnun í allmörg ár þannig að samanburður er töluverður en því miður hefur Reykjavíkurborg komið illa út úr þessari könnun alltof oft og alltof lengi. Reykjavíkurborg lendir í þessari nýjustu könnun í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu sveitarfélaga í heild sinni. Borgin var í neðsta sæti af sveitarfélögunum þegar spurt var út í þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunnskóla, þjónustu leikskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlað fólk….

Lesa meira

Reykjavíkurborg langneðst í þjónustukönnun Capacent

halldor_borgarstjorn0302

Veigamikil þjónustukönnun sem Capacent gerði á þjónustuþáttum stærstu sveitarfélagana var til umræðu í borgarstjórn í dag. Niðurstaða könnuninnar eru gríðarleg vonbrigði fyrir Reykjavíkurborg. Á fundi borgarstjórnar í gær fóru fram líflegar umræður um þjónustukönnunina. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu svohljóðandi um málið: Þegar spurt er um þjónustu við barnafjölskyldur, eldri borgara og fatlað fólk lendir Reykjavíkurborg í neðsta sæti í samanburði við 19 stærstu sveitarfélög landsins. Sömuleiðis lendir höfuðborgin í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu grunnskóla, leikskóla,  sorphirðu og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Þetta er niðurstaða þjónustukönnunar sem byggir á spurningum sem lagðar voru fyrir borgarbúa og íbúa annarra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg lendir einnig í…

Lesa meira