Innkaupamál borginnar í rugli?

Ráðhús Reykjavíkur

Á fundi borgarráðs í gær var lögð fram eftirfylgnisúttekt vegna skýrslu innri endurskoðunar á innkaupamálum Reykjavíkurborgar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu skýrsluna harkalega á fundinum og sagði hana vera mikinn áfellisdóm yfir því hvernig er staðið að innkaupum á vegum Reykjavíkurborgar. Bættu þeir við í bókun sinni: „Sú skýrsla er eftirfylgni við úttekt innri endurskoðanda á innkaupamálum frá upphafi árs 2010. Þar koma fram fjölmörg varnaðarorð og ábendingar frá innri endurskoðanda um það hvernig bæta má innkaupaferlið en nú er ljóst að ekkert hefur verið gert með þessar mikilvægu vinnu. Þar kemur einnig fram að velta rammasamninga og miðlægra samninga í heildarinnkaupum var…

Lesa meira

Skoða bætt öryggi við Hringbraut

hringbraut

Í nóvember lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að gripið yrði til aðgerða í því skyni að tryggja börnum og ungmennum örugga gönguleið yfir Hringbraut á kaflanum milli Melatorgs og Grandatorgs. Gerði tillagan ráð fyrir því að skoðaðir yrðu tiltækir kostir varðandi göngubrú annars vegar og undirgöng hins vegar og æskilegt staðsetning slíkra mannvirkja metin út frá gönguleiðum barna og ungmenna yfir Hringbraut. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs samþykktu fulltrúar Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna umsögn þar sem umræddri tillögu er í raun hafnað með þeim rökstuðningi að þrengsli komi í veg fyrir göngubrú eða undirgöng á þessum stað. Kjartan…

Lesa meira

Björgun fari ekki í íbúðabyggð

Björgun

Hverfisráð Laugardals bókaði samhljóða í nóvember um að ráðið leggist alfarið gegn öllum hugmyndum um flutning Björgunar í Sundahöfn. Hverfisráðið taldi að starfsemi á borð við starfsemi Björgunar eigi ekki heima í nánd við íbúabyggð og lagði áherslu á aðkomu hverfisráðs að skipulagningu og undirbúningi að hugmyndum að þessu tagi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku undir með hverfisráði Laugardals á fundi borgarráðs á fimmtudaginn. Sögðu þeir að starfsemi Björgunar á ekki heima í nánd við íbúabyggð. Þess vegna þarf að færa starfsemina frá Bryggjuhverfinu en engin lausn er að færa hana að annarri íbúabyggð í nágrenni Sundahafnar. Finna þarf starfsemi Björgunar framtíðarstaðsetningu sem allra…

Lesa meira

Ferðaþjónusta fatlaðra óviðunandi

Halldór á RÚV

Mörg mistök í langan tíma hjá Strætó vegna ferðaþjónustu fatlaðra eru óviðunandi og verður að linna. Alltof mikið sé fyrir fatlaða að greiða 1100 krónur fyrir hverja ferð eftir að mánaðarlegum ferðafjölda er náð. Þetta sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni í samtali við kvöldfréttir RÚV í gær. Öll þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem nota ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó hafa fengið kvartanir. Kópavogur er ekki með en önnur sveitarfélög á svæðinu að Reykjavík undanskilinni byrjuðu að nota þjónustuna um áramótin. Reykjavík hefur notað hana lengur. Vandræðin byrjuðu 1. nóvember þegar nýtt tölvukerfi var tekið í notkun og nýr undirverktaki Strætós tók við…

Lesa meira

Spyrjast fyrir um ferðaþjónustu fatlaðra

ferdathjonustafatladra

Á fundi borgarráðs í gær spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um að fá kynningu á akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs. Óskuðu þeir að farið yrði yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu fatlaða. Óskað er eftir að fá kynningu í borgarráði frá akstursþjónustu fyrir fatlaða og Strætó bs., þar sem farið verður yfir stöðu mála og þróun verkefnisins um akstursþjónustu við fatlaða. Umræða skapaðist um málið þegar að tveir bræður sem báðir eru fatlaðir fengu ekki að ferðast saman en þeir voru að fara í matarboð til foreldra sinna. Átak, félag fólks með þroskahömlun lýsti einnig undrun á nýrri gjaldskrá í ályktun…

Lesa meira

Sorphirða óviðunandi í desember

Sorphirda

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn varðandi sorphirðu í borginni. Sorphirða í borginni hefur verið óviðunandi í hverfum borgarinnar í desembermánuði og hefur það skapað mikil óþægindi og óþrifnað. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir upplýsingum um hvernig var staðið að sorphirðu í desember og hvernig stæði á því að ekki væri haldið uppi reglubundinni sorphirðu. Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúar sitja í umhverfis- og skipulagsráði.

Lesa meira

Gleðilegt ár

flugeldar

Borgarstjórnarhópur Sjálfstæðisflokksins óskar þér gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ári.   Kær kveðja, Halldór Halldórsson Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon Áslaug María Friðriksdóttir Hildur Sverrisdóttir Marta Guðjónsdóttir Börkur Gunnarsson Börkur Gíslason Magnús Sigurbjörnsson   Mynd: Adam Thor

Lesa meira

Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavík

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega það „vonlausa rekstrarumhverfi“ eins og hann orðaði það, sem meirihluti borgarstjórnar hefur búið tónlistarskólunum. „Ég setti málefni tónlistarskóla í Reykjavík á dagskrá borgarstjónarfundarins til að fá fram umræðu um það alvarlega ástand sem við blasir. Mér finnst það ábyrgðarleysi af borgarfulltrúum meirihlutans að gera framlög til skólanna að bitbeini í átökum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að greiða fyrir framhaldsmenntun tónlistar.  Það er mjög stutt í að þau átök munu ekki skipta neinu máli vegna þess að það verða engir tónlistarskólar sem kenna á framhaldsstigi til að taka við…

Lesa meira

Trú í skólum rædd í Kastljósinu

Hildur Sverrisdóttir í Kastljósi

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði mætti Líf Magneudóttur, formanns mannréttindaráðs borgarinnar og varaborgarfulltrúa Vinstri grænna í Kastljósinu í gærkvöldi en þær deildu um hvort að kirkjuferðir í grunnskólum á aðventunni séu brot á samskiptareglum borgarinnar. Umræða hefur skapast um málið eftir að Líf gagnrýndi skólaferð í Langholtskirkju á Facebook. Hildur taldi að kirkjuferðir sé eðlilegar og að Líf sé að ráðast gegn gömlum jólahefðum. Hildur skrifaði einnig grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Hægt er að horfa á Kastljósið í spilaranum hér að neðan. Heimild: RÚV

Lesa meira

Jólahefð eða innræting?

Hildur Sverrisdóttir

Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti…

Lesa meira