Áróðursmáladeild Dags B.

Björn Jón Bragason

Björn Jón Bragason skrifar Eitt af fyrstu verkum borgarstjórnarmeirihluta Jóns Gnarrs og Samfylkingarinnar var að stofna áróðursmáladeild í ráðhúsinu, en þar vinna nú alls fjórtán manns á kostnað reykvískra útsvarsgreiðenda. Ráðríkir valdhafar hafa á öllum tímum lagt mikið upp úr því að hafa á að skipa öflugum áróðursmeisturum til að fegra ímynd sína og um leið beita brögðum til að afflytja boðskap pólitískra andstæðinga. Áróðursmáladeild Dags B stýrir fyrrverandi ritstjóri Séð & heyrt, sem hefur ítrekað misnotað aðstöðu sína á samfélagsmiðlum og flutt pólitískt erindi vinstrimeirihlutans í nafni Reykjavíkurborgar, líkt og sagt var frá í fréttum í gær, en undirrituðum…

Lesa meira

Friðarspillir fari úr Rögnunefndinni

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi í dag er til samþykktar framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Hlíðarendasvæðis sem þýðir að uppbygging hefst þar fljótlega. Degi B. Eggertssyni er að takast ætlunarverk sitt að loka neyðarbrautinni og koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að Rögnunefndin sé enn að störfum og þrátt fyrir það að innanríkisráðherra hafi ítrekað það í lok árs 2013 að flugbrautinni verði ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun meðan Rögnunefndin er enn að störfum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Dagur B. situr einmitt í nefndinni og ætti að vera fullkunnugt um…

Lesa meira

Vond niðurstaða fyrir íbúa Reykjavíkur

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Á borgarstjórnarfundi 3. febrúar sl. ræddi borgarstjórn um þjónustukönnun Capacent sem sýnir að borgarbúar eru óánægðastir allra íbúa þeirra 19 sveitarfélaga sem borin eru saman. Capacent hefur framkvæmt þessa könnun í allmörg ár þannig að samanburður er töluverður en því miður hefur Reykjavíkurborg komið illa út úr þessari könnun alltof oft og alltof lengi. Reykjavíkurborg lendir í þessari nýjustu könnun í neðsta sæti þegar spurt er um þjónustu sveitarfélaga í heild sinni. Borgin var í neðsta sæti af sveitarfélögunum þegar spurt var út í þjónustu við barnafjölskyldur, þjónustu grunnskóla, þjónustu leikskóla, þjónustu við eldri borgara og þjónustu við fatlað fólk….

Lesa meira

Ólýðræðislegur popúlismi meirihlutans

Hildur Sverrisdóttir

Í umræðunni sem spannst í kringum umdeilda skipun varamanns Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur lítið farið fyrir alvarlegum punkti sem með réttu á að gagnrýna borgarstjórnarmeirihlutann fyrir. Það er ótækt að fulltrúar meirihlutans, þar með taldir bæði borgarstjóri og forseti borgarstjórnar, hafi skipt sér af þessari skipun með því að sitja hjá við kjör varamannsins á borgarstjórnarfundi og rökstyðja það með andúð sinni á viðkomandi fulltrúa. Það skiptir engu hversu umdeild skipunin var eða maðurinn sem skipa átti. Það er einfaldlega ótækt í öllum tilvikum að meirihlutinn skipti sér þannig af því hvernig aðrir flokkar nota sitt lýðræðislega…

Lesa meira

Ósannindi Dags B. Eggertssonar um sameiningarklúðrið

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Það hefur nú verið staðfest að illa var staðið að sameiningarferli skóla og öðrum kerfisbreytingum í skólamálum hjá Reykjavíkurborg á síðasta kjörtímabili. Fram kemur í úttekt óháðs ráðgjafafyrirtækis á breytingunum að samráð hafi verið algerlega ófullnægjandi auk þess sem skorti framtíðarsýn og faglegar og fjárhagslegar forsendur. Sameiningarferlið fær í heild falleinkunn í úttektinni. Engum dylst að úttektin er ekki síst áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihluta Samfylkingar og Bjartrar framtíðar (Besta flokksins) á síðasta kjörtímabili og þá ekki síst Dags B. Eggertssonar, þáverandi formanns borgarráðs, sem stýrði umræddum stjórnsýslubreytingum. Sjálfstæðisflokknum kennt um Í Morgunblaðinu sl. laugardag reynir Dagur að réttlæta þetta risavaxna…

Lesa meira

Reglur gegn öryggi og fræðslu

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Að undanförnu hefur verið umræða um að reglur Reykjavíkurborgar koma í veg fyrir að grunnskólabörn megi fá reiðhjólahjálma að gjöf og að kynning á tannhirðu frá Tannlæknafélagi Íslands sé ekki heimil. Af þessu tilefni lögðum við borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi tillögu fram í borgarráði 22. janúar sl. Tillögunni var frestað en mun vonandi fá eðlilega málsmeðferð af hálfu meirihlutans. Það er mikilvægt að endurskoða þessar undarlegu reglur. Tilagan: ,,Reglur um kynningar í skólum þarf að endurskoða með tilliti til þeirrar reynslu sem safnast hefur frá því þær voru settar haustið 2013. Reglurnar hafa reynst of þröngar og hafa komið í veg…

Lesa meira

Jólahefð eða innræting?

Hildur Sverrisdóttir

Varaborgarfulltrúi VG, Líf Magneudóttir, stóð fyrir einkennilegu upphlaupi í síðustu viku þegar hún gagnrýndi að Langholtsskóli stæði fyrir hefðbundinni kirkjuferð á aðventunni. Hún sagði „algerlega ólíðandi að skólar hafi milligöngu um trúarinnrætingu barna.“Fyrir nokkrum misserum voru settar reglur bæði af hálfu ríkis og Reykjavíkurborgar, í báðum tilvikum með atbeina VG, um samskipti skóla og trúfélaga. Umrædd kirkjuferð rúmast vel innan þeirra reglna. Í reglum borgarinnar segir að heimsóknir í tilbeiðsluhús á skólatíma séu undir handleiðslu kennara og liður í fræðslu um trúarbrögð í samræmi við aðalnámskrá. Í viðmiðunum menntamálaráðuneytisins segir: „Heimsóknir í kirkjur í tengslum við stórhátíðir kristninnar telst hluti…

Lesa meira

Skuldsetta Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2015 ásamt fimm ára áætlun fyrir borgarsjóð (A-hluta) og fyrirtæki borgarinnar (B-hluta) var samþykkt á borgarstjórnarfundi 2. desember af meirihluta borgarstjórnar. Samanlagt eru A- og B-hluti kallaðir samstæða borgarinnar. Fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir jákvæðri útkomu samstæðunnar sem er eins gott því Reykjavíkurborg er mjög skuldsett sveitarfélag með skuldahlutfall 195% af tekjum ársins þegar hámarkið skv. sveitarstjórnarlögum er 150%. Lesendur hafa eflaust orðið varir við að fjögurra flokka vinstri meirihlutinn í Reykjavíkurborg stærir sig af góðum rekstri og að árangur hafi náðst. Vissulega hefur árangur náðst hvað samstæðuna varðar því Orkuveita Reykjavíkur vegur þar þyngst og það…

Lesa meira

Fjárfestum í nýsköpun og velferðartækni

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Eitt brýnasta mál Reykjavíkurborgar nú er að fjárfesta í nýsköpun, rannsóknum og innleiðingu tækni í velferðarmálum í Reykjavík. Verkefnum velferðarþjónustunnar fjölgar því fyrirséð er mikil fjölgun notenda og þar eru aldraðir stærsti hópurinn. Fyrirkomulagið sem rekið er í dag mun ekki geta mætt þörfum íbúa inn í næstu framtíð. Mikilvægt er að hefja óumflýjanlegt breytingaferli, búa til jarðveg fyrir nýsköpun í þjónustunni og fjárfesta í tæknilausnum og rannsóknum. Við sjálfstæðismenn óskuðum eftir umræðu um þetta mál í borgarstjórn á dögunum enda teljum við að ástandið sé orðið þannig að ekki verði beðið lengur með að fara af stað með verkefni…

Lesa meira

Dagur B. heldur blekkingarleik sínum áfram við kjósendur

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, birti grein á bloggsíðu sinni í kjölfar frétta um byggingaráform meirihlutans í Reykjavík. Í morgun kynnti Dagur B. Eggertsson uppbyggingaráform sín í Reykjavík. Athygli vakti að áfram heldur hann blekkingarleik sínum við kjósendur og hann ætlar að halda sínu striki og fara gegn vilja borgarbúa þrátt fyrir fögur fyrirheit í samstarfssáttmála meirihlutans um að auka samráð og íbúalýðræði. Hann ætlar að keyra í gegn skipulagið við Hlíðarenda sem leggur af Neyðarbrautina þrátt fyrir að 70 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorun til borgarinnar um að flugvöllurinn geti áfram gegnt sínu mikilvæga hlutverki í Vatnsmýrinni. Blekkingarleikur Dags felst í…

Lesa meira