Staða almannavarnamála í Reykjavík

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Við Íslendingar búum víða við náttúruvá af ýmsum toga. Víða þarf að gera ráðstafanir vegna ofanflóða hvort sem það eru skriður eða snjóflóð. Þá má reikna með sjávarflóðum og svo eru það jarðskjálftarnir og eldgosin. Lykilatriði gagnvart náttúruvá er undirbúningur, forvarnir, fræðsla, áætlanir og þjálfun sem allra flestra. Upplýsingar til almennings skipta sköpum um að viðbrögð við sérstakar aðstæður séu rétt af hendi sem flestra. Röng viðbrögð geta nefnilega breytt viðráðanlegu ástandi í óviðráðanlegt. Jarðhræringar og eldgos sem nú eru norðan Vatnajökuls rifja upp þá staðreynd að við búum við náttúrvá víða um landið. Þá vakna spurningar hjá mörgum um…

Lesa meira

Gagnrýniverður meirihlutasamningur

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í dag[2. sept] sátum við okkar fyrsta fund í borgarstjórn eftir sumarfrí. Þetta er því minn annar borgarstjórnarfundur frá kosningum í vor. Nefndir og ráð hafa starfað í sumar og fundar t.d. borgarráð því sem næst vikulega yfir sumarið en að jafnaði vikulega allt árið. Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði höfum flutt þar tillögur um endurskoðun aðalskipulags, að unnin verði stefnumótun í styrkjamálum borgarráðs, lagt fram gagnrýni á kostnað við stofnun nýs stjórnkerfis- og lýðræðisráðs, gagnrýni á 6 mánaða uppgjör borgarsjóðs og fyrirtækja ásamt fleiru sem við fylgjum svo eftir í borgarstjórn. Bara borgarrekstur Mestur tími á þessum borgarstjórnarfundi fór í…

Lesa meira

Hjólað í vasa skattgreiðenda

KristinnKarl

Borgarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 14. ágúst sl. að skipaður yrði starfshópur sem á að skoða möguleikann á því að koma á laggirnar hjólaleigukerfi í Reykjavík, eftir atvikum á höfuðborgarsvæðinu, eins og fram kemur í samstarfsyfirlýsingu borgarstjórnar. Á vef Reykjavíkurborgar kemur eftirfarandi fram um starfssvið hópsins: „Hjólaleigur eða Bike Sharing Systems hafa tryggt sér sess í fjölmörgum borgum erlendis þar sem lögð er áhersla á vistvænar samgöngur. Tilgangur þeirra er að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir sínar innan borgarmarkanna, á fyrirfram tilgreindum stöðum. Borgarbúar geta tekið hjól á einum stað og skilað því af sér á öðrum…

Lesa meira

Er í lagi að spreða annarra manna pengingum eitthvað út í loftið?

KristinnKarl

Á fundi borgarráðs í þann 14. ágúst sl.  lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu er varðar styrkveitingar borgarráðs. Óskipulag ríkir innan borgarráðs og styrkveitingar í ráðinu lúta engum reglum. Styrkir ráðsins eru veittir án auglýsinga og án þess að kynnt sé fyrirfram hvað ráðið vilji styrkja né hvort umsækjendur þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar flokksins  í borgarráði, vilja auka gegnsæi og tryggja jafnræði er kemur að styrkveitingum í borgarráði og leggja til að borgarráð móti sér stefnu um styrkveitingar ráðsins. Afgreiðslu tillögunnar  var frestað. Tillaga sem þessi, felur ekkert annað í sér,  verði hún…

Lesa meira

Í dag getum við

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Í dag göngum við Reykvíkingar til kosninga. Við gerum upp við kjörtímabilið sem er að líða og ákveðum hvernig við viljum að borginni okkar verði stjórnað næstu fjögur ár. Það skiptir miklu að við notum kosningaréttinn, því aðeins þannig höfum við áhrif á stjórn borgarinnar og veitum fulltrúum okkar í borgarstjórn nauðsynlegt aðhald. Í kjörklefanum erum við ein, öðrum óháð og öll jöfn. Þess vegna hafa öll atkvæði jöfn áhrif og öll þeirra ráða úrslitum. Í dag getum við kosið um raunverulegar og nauðsynlegar breytingar á borginni, – það má ekki láta hagsmuni okkar Reykvíkinga reka á reiðanum lengur. Í…

Lesa meira

Listir og skipulag

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Um daginn átti eg skemmtilegt spjall við nokkra félaga sem öll hafa áhuga á borgarskipulagi. Listamaðurinn í hópnum var að sýna okkur útlistaverk sem hafði í einfaldleika sínum ótrúega jákvæð áhrif á allt umhverfið í kringum sig. Og við vildum öll sjá meira af slíku bæði listum og mannvænni hönnun í hverfunum okkar. Við vorum algjörlega sammála um að slíkt gæti bætt svo miklu við og gert staði svo miklu meira spennandi  og aðlaðandi. Af hverju eru listirnar ekki stærri þáttur í borgarskipulaginu? Styttur á stalli Hægt var að greina í hópnum ákveðna þreytu á því að listin kæmi síðust…

Lesa meira

Hættuleg kosningaloforð

Hildur Sverrisdóttir

Það er húsnæðisvandi í Reykjavík. Undanfarin ár hefur úthlutun lóða til uppbyggingar alls ekki annað eftirspurn sem veldur því að íbúðir, hvort heldur er til sölu eða leigu, eru of dýrar. Frambjóðendur til borgarstjórnar eru sammála um vandann en leiðirnar til lausnar eru mjög mismunandi. Björt framtíð og Píratar hafa enga útfærða stefnu. Framsókn vill að borgin ráðist sjálf í stórfelldar byggingarframkvæmdir. Samfylkingin slær um sig og lofar allt að 3.000 íbúðum með aðkomu borgarinnar, en mjög er á reiki hvernig og í samstarfi við hverja, og Vinstri græn tala sömuleiðis fyrir einhvers konar húsnæðissamvinnufélögum. Af málflutningi frambjóðenda þeirra má…

Lesa meira