Endurskoða ekki aðalskipulagið

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Meirihlutinn í borginni ákvað á borgarráðsfundi í gær að endurskoða ekki aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði töldu það nauðsynlegt að taka þyrfti upp aðalskipulagið á ný til þess að meiri heildarsátt milli borgarbúa næðist um aðalskipulagið. Halldór og Júlíus Vífill gerðu þá tillögu að stofnaður yrði faglegur vinnuhópur sem hefði það að markmiði að rýna betur þau svæði og það skipulag sem sætt hefur hvað mestri gagnrýni síðan aðalskipulagið var samþykkt. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum sínum áður en umhverfis- og skipulagsráð tekur ákvörðun um hvort aðalskipulagið verði endurskoðað í upphafi nýs kjörtímabils eins og…

Lesa meira

Velferðarkerfi borgarinnar á tímamótum

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði telja velferðarþjónustuna í Reykjavíkurborg standa á tímamótum. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs í gær þar sem forsendur fjárhagsáætlunar ráðsins voru lagðar fram til kynningar. Þegar horft er nokkur ár fram í tímann er ljóst að mæta þarf þjónustuþörf stærri hlutfalls íbúa sökum öldrunar og að skort hefur á þjónustu við fatlaða sem og að þjónustan er ekki veitt með nógu sveigjanlegum og persónulegum hætti. Mjög mikla áherslu þarf að leggja á hvernig þjónustukerfið í Reykjavík þarf að breytast til að vera í stakk búið til að mæta þessu aukna…

Lesa meira

Verða að upplýsa um niðurstöður PISA

Ráðhús Reykjavíkur

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp dóm þann 24. júní sl. þar sem nefndin skipar Reykjavíkurborg að aflétta leynd af PISA-könnuninni sem borgin ákvað á síðasta kjörtímabili að birta ekki almenningi. Á þetta bæði við um niðurstöður könnuninnar og gögn sem starfsmenn borgarinnar hafa unnið með. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn í þann 18. mars 2014 sl. þar sem að við kröfðumst þess að árangur hvers skóla fyrir sig í einstökum greinum PISA-könnunar yrðu sendar skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Tillögunni var vísað frá með 10 atkvæðum Besta flokksins,…

Lesa meira

Vinstrisinnaðasti meirihluti frá upphafi

Heimild: RÚV

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur nýjan meirihluta vera sá vinstrisinnaðasta frá upphafi. Hann telur að ekki sé fjárhagslegt svigrúm til þess að ráðast í þær aðgerðir sem nýr meirihluti Reykjavíkurborgar stefnir að. Samkvæmt samstarfssáttmála nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Pírata og Vinstri grænna segir að 300 milljónir fari til skóla- og frístundamála á næstu 2-3 árum og að frístundakortið verður hækkað upp í 35 þúsund krónur. Halldór segir augljóst að meirihlutinn ætli ekki að standa við gefin loforð en Samfylkingin sagði í kosningabaráttunni að þau myndu hækka frístundarkortið upp í 50 þúsund krónur á hvert barn. „Ef það…

Lesa meira

Hlíðarendabyggðinni rutt áfram

hlidarendabyggd.is

Breyting á deiliskipulagi Hlíðarendabyggðar var lögð fram í borgarráði í dag. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð í kringum Valssvæðið en nánari upplýsingar um Hlíðarendabyggðina má nálgast á vef um byggðina hér. Á fundinum andmæltu þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að deiliskipulagið yrði samþykkt á þeim forsendum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar séu ekki að virða hina þverpólitísku sátt milli ríkis og borgar sem gerð var um flugvöllinn. Borgarráðsfulltrúarnir gagnrýndu formann borgarráðs, Dag B. Eggertsson, fyrir að fara áfram á fullt skrið með byggðaráform í Vatnsmýrinni og virða ekki störf þeirrar nefndar sem skipuð var í fyrrahaust. Nefndin,…

Lesa meira

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fjóra fulltrúa

IMG_9738 (Medium)

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut 25,7% fylgi í sveitarstjórnarkosningunum 31. maí sl. og hlaut fjóra borgarfulltrúa kjörna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er þá eini nýji borgarfulltrúinn en Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Áslaug María Friðriksdóttir voru öll borgarfulltrúar á seinasta kjörtímabili. „Mér er efst í huga gríðarlegt þakk­læti til fólks­ins okk­ar í hverfa­fé­lög­un­um, kosn­inga­miðstöðvun­um og til allra sjálf­boðaliðanna sem hafa komið að vinna með okk­ur og hjálpað okk­ur,“ seg­ir Hall­dór.

Lesa meira