„Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi“

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

„Staðan er sorgleg, alls ekki í lagi,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn um aðgerðir gegn heimilisofbeldi gagnvart fötluðu fólki. Áslaug telur að ekki sé nóg að gert til þess að sporna við ofbeldi gegn þessum hópi en nýverið kom út skýrsla sem gerði grein fyrir umfangi og eðli slíks ofbeldis á Íslandi. Í skýrslunni kom fram að full ástæða er til að huga mun betur að stöðu fatlaðra kvenna og fatlaðs fólks. Brot gegn fötluðum eru framin innan veggja heimilis eða á öðrum stað þar sem þeir dvelja eða hitta aðila sem þeir ættu að geta treyst…

Lesa meira

Trú í skólum rædd í Kastljósinu

Hildur Sverrisdóttir í Kastljósi

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði mætti Líf Magneudóttur, formanns mannréttindaráðs borgarinnar og varaborgarfulltrúa Vinstri grænna í Kastljósinu í gærkvöldi en þær deildu um hvort að kirkjuferðir í grunnskólum á aðventunni séu brot á samskiptareglum borgarinnar. Umræða hefur skapast um málið eftir að Líf gagnrýndi skólaferð í Langholtskirkju á Facebook. Hildur taldi að kirkjuferðir sé eðlilegar og að Líf sé að ráðast gegn gömlum jólahefðum. Hildur skrifaði einnig grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Hægt er að horfa á Kastljósið í spilaranum hér að neðan. Heimild: RÚV

Lesa meira

Hildur og Magnús í mannréttindaráði

Hildur-Magnus

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, eru fulltrúar okkar í mannréttindaráði á komandi kjörtímabili. Magnús sat sem aðalmaður í mannréttindaráði í lok kjörtímabils í fyrra en Hildur hefur ekki átt fast sæti þar áður. Marta Guðjónsdóttir og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúar, eru varamenn okkar í ráðinu.

Lesa meira