Ekki góður díll

Perlan

Á fundi borgarráðs í gær var lagður fram viðauki við leigusamning sem Perlan gerði við rekstraraðila veitingarstaðarins í Perlunni en leigusamningurinn var samþykktur í nóvember í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þær Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir, létu bóka eftirfarandi undir þessum lið. Bókun Sjálfstæðisflokksins Fyrir nokkru síðan keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 m.kr. og létu borgarbúa um að taka á sig að koma þeirri eign í verð í stað þess að selja hana á almennum markaði. Það er almenn regla hjá Reykjavíkurborg að leigutekjur á ári miðist við 8% af virði eignarinnar sem myndi hljóða upp…

Lesa meira

Ný stúka rís í Árbænum

Mynd: Einar Ásgeirsson

Björn Gíslason, formaður Fylkis og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, opnaði nýja Fylkisstúku ásamt formanni borgarráðs í gær og í dag. Tveir opnunarleikir voru spilaðir í vikunni til þess að vígja stúkuna. Fylkisstúlkurnar mættu FH á þriðjudagskvöldið í fyrri opnunarleik stúkunnar þar sem Fylkisstúlkur unnu 3-0 og Fylkisstrákarnir mættu Breiðablik á miðvikudagskvöldið í seinni opnunarleik stúkunnar þar sem leikar enduðu 1-1. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarhópsins, mætti á völlinn og tók neðangreinda mynd á Instagram af nýju stúkunni.

Lesa meira