Tjón á tónlistarlífi

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Enn og aftur heyrum við af vandræðum tónlistarskólanna í Reykjavík. Þrautaganga þeirra er orðin löng og því miður leysti samningur sveitarfélaganna og ríkisins ekki úr henni vegna þess hvernig meirihlutinn í Reykjavíkurborg túlkar þann samning. Ekki skal dregið úr því að samningurinn tók ekki nægilega á breytingum á nemendafjölda og slíku. Þetta var ekki nógu góður samningur en hann var engu að síður mjög til bóta. En það var ekki samið um að ríkið tæki við tónlistarnámi á framhaldsstigi heldur kæmi það með stuðning. Enda virðist eina sveitarfélagið sem túlkar það þannig vera Reykjavíkurborg. Um þetta alvarlega mál höfum við…

Lesa meira

Gjaldþrot blasir við tónlistarskólum í Reykjavík

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega það „vonlausa rekstrarumhverfi“ eins og hann orðaði það, sem meirihluti borgarstjórnar hefur búið tónlistarskólunum. „Ég setti málefni tónlistarskóla í Reykjavík á dagskrá borgarstjónarfundarins til að fá fram umræðu um það alvarlega ástand sem við blasir. Mér finnst það ábyrgðarleysi af borgarfulltrúum meirihlutans að gera framlög til skólanna að bitbeini í átökum við ríkið um það hvort ríki eða borg eigi að greiða fyrir framhaldsmenntun tónlistar.  Það er mjög stutt í að þau átök munu ekki skipta neinu máli vegna þess að það verða engir tónlistarskólar sem kenna á framhaldsstigi til að taka við…

Lesa meira

Grásleppuskúrarnir verði endurgerðir

Júlíus og Marta

Á fundi menningar- og ferðamálaráðs á mánudaginn sl. var samþykkt samhljóða tillaga Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Mörtu Guðjónsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menningar- og ferðamálaráði um að endurgera þyrfti Grásleppuskúrana við Grímstaðarvör en þeir eru einhverjar elstu minjar um smábáta útgerð í Reykjavík. Skúr­arn­ir og vör­in hafa mikið gildi fyr­ir menn­ing­ar- og at­vinnu­sögu Reykja­vík­ur og því mik­il­vægt að vinna að varðveislu þeirra á ný. Eng­in vinna við end­ur­gerð skúr­anna fór fram á síðasta kjör­tíma­bili. Lagt var til af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í ráðinu að starfs­hóp­ur í sam­vinnu við Borg­ar­sögu­safn Reykja­vík­ur og um­hverf­is- og skipu­lags­svið verði skipaður til að koma með til­lög­ur að end­ur­gerð…

Lesa meira

Íbúar kvarta yfir Secret Solstice

secret-solstice

Secret Solstice, heitir tónlistarhátið sem fór fram í fyrsta skipti í Laugardalnum í Reykjavík í júní sl. Hátiðin gekk vel en bárust 19 kvartanir vegna hátíðarinnar. Hverfisráð Laugardals tók til umræðu hátíðina á fundi sínum sl. mánudag og lagði ráðið fram umsögn um hátíðina. Almennt séð gekk þessi hátíð vel í ár. Skipulag tónleikarahalda var gott, gestir ánægðir og engin meiriháttar áföll komu upp m.a. leitaði enginn til Neyðarmóttöku LSH vegna kynferðisbrota eftir þessa tónleikadaga. Þrátt fyrir að formlegar kvartanir íbúa vegna hátíðarinnar hafi ekki verið margar eða 19 talsins, þá ber að taka þær alvarlega. Það gerir ráðið og gerir…

Lesa meira

Vilja færa Einar Benediktsson

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á fundi borgarráðs í gær að færa styttu Ásmundar Sveinssonar af Einari Benediktssyni sem stendur á Klambratúni. Óskuðu þeir eftir því að styttan yrði færð mögulega til Borgartúns í nágrenni Höfða. Með nýrri staðsetningu verði styttan gerð sýnilegri og minningu skáldsins og athafnamannsins sýndur viðeigandi sómi en 150 ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Í samtali við Morgunblaðið segir Júlíus Vífill Ingvarsson að það sé merkilegt að ekki sé gert meira úr minningu Einars. „Hann var einn mesti skál­djöf­ur og at­hafnamaður þjóðar­inn­ar. Ak­ur­eyr­ing­ar gera meira úr sín­um skáld­um en við ger­um hér í Reykja­vík, af ein­hverj­um ástæðum,…

Lesa meira

Fulltrúar í menningar- og ferðamálaráði

Júlíus og Marta

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðafulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mennta- og ferðamálaráði. Þau sátu hvorug í ráðinu á síðasta kjörtímabili en Júlíus Vífill hefur verið stjórnarformaður Íslensku Óperunnar um talsvert skeið. Börkur Gunnarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eru varamenn okkar í ráðinu.

Lesa meira

Vilja endurskoða ferðamálastefnu borgarinnar

Mynd af reykjavik.is

Á borgarráðsfundi sem stendur yfir núna lögðu Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir fram tillögu sem snýr að því að endurskoða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Í ferðamálastefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna næði um milljón árið 2020 en árið 2012 var þeim fjölda náð og hann eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju. Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta…

Lesa meira

Vilja betra samstarf við stórar hátíðir

secret-solstice

Á borgarráðsfundi í morgun lögðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu sem hefur það að markmiði að Reykjavíkurborg taki að sér að skipuleggja viðbragðs- og samskiptateymi sem auðveldi samskipti milli einka- og opinberra aðila þegar stórar hátíðir eru haldnar í Reykjavík á opnum svæðum. 10 þúsund manns sóttu hina vel heppnuðu tónlistarhátíð Secret Solstice um síðustu helgi. Borgin kom ekki að þeirri hátíð með öðrum hætti en að gefa leyfi til þess að halda mætti hátíðina í borgarlandi. Önnur leyfi og samskipti þurftu hátíðarhaldarar að sjá um sjálfir. Vitað er að betur hefði mátt skipuleggja samskipti milli aðila hvað hátíðina varðar. Til…

Lesa meira