Leggja til að Stjórnkerfis- og lýðræðisráð verði lagt niður

Hildur Sverrisdóttir

Í dag 19. október lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði aftur fram tillögu frá 5. október um að ráðið yrði lagt niður. En tillagan var felld með fjórum atkvæðum Bjartrar framtíðar, Pírata og Samfylkingar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn lögðu svo fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnkerfis- og lýðræðisráði harma að ekki hafi verið samþykkt tillaga þeirra um að leggja ráðið niður. Ekki er efast um að góður hugur fylgir öllum þeim ráðum og nefndum sem ráðist sé í að stofna og halda úti. Hins vegar verður að meta árangur þeirra miðað við kostnaðinn þar sem ekki er…

Lesa meira

Beðið eftir niðurstöðum staðarvalsnefndar

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, sátu hjá er samþykkt var að setja svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í auglýsingu. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina sat einnig hjá. Ástæðan fyrir hjásetunni er sú að enn er ekki búið að finna flugvellinum framtíðarstaðsetningu. Staðarvalsnefnd undir stjórn Rögnu Árnadóttur starfar nú en vænta má niðurstöðu frá þeirri nefnd seinna á þessu ári. Þeim finnst tillagan að nýju svæðisskipulagi að mörgu leyti metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur…

Lesa meira

Halldór fimmtugur í dag

halldorhalldorsson_kajak

Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er fimmtugur í dag. Halldór, sem hefur mikinn áhuga á útivist, rekur lítið fyrirtæki á Vestfjörðum eða nánar tiltekið í Ögri. Halldór hefur mikinn áhuga á sjókajak íþróttinni og fer reglulega í kajakaferðir bæði á vegum fyrirtækisins sem hann rekur og einnig sér til skemmtunar. Sagan segir að hann ætli að halda mikla veislu í Ögri í Ísafjarðardjúpi í kvöld og fagna stórafmælinu með vinum og vandamönnum. Við óskum Halldóri innilega til hamingju með daginn.

Lesa meira