Tillaga Sjálfstæðismanna vegna þrengingar Grensásvegar

Halldór og Júlíus Vífill

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram að nýju tillögu um að hætt verði við þrengingu Grensásvegar á borgarráðsfundi á fimmtudaginn sl. Jafnframt var lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Tillagan var felld með 4 atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn 3 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og Flugvallarvina. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast eindregið gegn þrengingu Grensásvegar. Telja þeir að þeim fjármunum, eða hátt á annað hundrað milljónum sé betur varið í önnur og brýnni verkefni. Þrenging Grensásvegar er ekki byggð á neinum gögnum eins og umferðartalningu, hraðamælingum, umferðargreiningu eða öryggissjónarmiðum. En auðvelt er að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda…

Lesa meira

Vilja draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á borgarstjórnarfundi í dag lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að sérstakt átak yrði gert til að draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, talaði fyrir tillögunni á borgarstjórnarfundi. „Það er mikið misræmi í milli sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar frágang á gangbrautum og í þeim efnum rekur Reykjavíkurborg því miður lestina. Í útfærslum gangbrauta í borginni er ekki farið að gildandi reglum og víða eru engar merkingar hvorki skilti, götumerkingar eða lýsing. Slysatölur sýna að við verðum að gera átak í þessum efnum. Flest slys á gangandi og hjólandi vegfarendum eru þegar verið er að þvera…

Lesa meira

Gjaldskylda hefst kl. 09

bilastaedasjodur_fb

Í tilkynningu frá Bílastæðasjóð segir að gjaldskylda muni nú hefjast frá kl. 09 á gjaldsvæðum 1-3 í stað kl. 10. Gjaldskylda á gjaldsvæði 4 helst óbreytt en hún er frá 08-16. Sjá má færslu Bílastæðasjóðs á Facebook hér að neðan.  

Lesa meira

Lestarkerfi gengur ekki upp

fluglestin-og-óli

Ólafur Kr. Guðmundsson, varamaður okkar í umhverfis- og skipulagsráði og varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fór í heimsókn til Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn og ræddi þar um fyrirhugaðar lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Ólafur telur ma. hagkvæmara að nota meðalstóran fjölskyldubíl sem eyðir tæplega 3 lítrum á leið til Keflavíkur í stað þess að borga 3.800 kr. í lestargjald og leigubíl til þess að komast á lestarstöðina. Hlusta má á viðtalið við Ólaf hér. Á kynningarfundi sl. mánudag um fluglestina voru kynntar niðurstöður níu fyrirtækja og opinberra aðila um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Á fundinum var gefin út skýrsla sem…

Lesa meira