Óska eftir íbúafundi vegna nýrrar kirkju

russneskrettrunadarkirkja

Á borgarráðsfundi í dag óskuðu þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar, eftir því að efnt væri til opins íbúafundar um deiliskipulag Nýlendureits. Þetta yrði gert til þess að kynna fyrir íbúum fyrirhugaða staðsetningu kirkjulóðar á reitnum og tillögu um nýja staðsetningu á horni Seljavegar og Mýrargötu. Þá verði fulltrúum Íbúasamtaka Vesturbæjar og Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi sérstaklega boðið að kynna sjónarmið sín á fundinum. Borgarráðsfulltrúarnir óskuðu þess að skipulagsfulltrúinn í Reykjavík myndi efna til fundarins skyldi tillagan vera samþykkt en tillögunni var frestað. Mynd: Íbúasamtök Vesturbæjar.

Lesa meira

Hjólför á Íslandi of djúp

malbik-prent

Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og varamaður Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, ræddi við Reykjavík síðdegis í gær um dekk og djúp hjólför. Ólafur segir vegina á Íslandi vera illa malbikaða og tekur dæmi um hvernig aðrir vegir eru byggðir í Evrópu. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ólaf hér.

Lesa meira

Beðið eftir niðurstöðum staðarvalsnefndar

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði, Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, sátu hjá er samþykkt var að setja svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins í auglýsingu. Fulltrúi Framsóknar og flugvallavina sat einnig hjá. Ástæðan fyrir hjásetunni er sú að enn er ekki búið að finna flugvellinum framtíðarstaðsetningu. Staðarvalsnefnd undir stjórn Rögnu Árnadóttur starfar nú en vænta má niðurstöðu frá þeirri nefnd seinna á þessu ári. Þeim finnst tillagan að nýju svæðisskipulagi að mörgu leyti metnaðarfull og áhugaverð. Mikilvægur útgangspunktur skipulagsins er hins vegar að framtíðarstaðsetning innanlandsflugvallar verði ekki á núverandi stað. Nefnd sem skipuð var um staðarvalið hefur ekki enn lokið störfum en hefur…

Lesa meira

Ekkert samráð við borgarbúa í Borgartúni

borgartun28

Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óánægðir með að enginn íbúafundur yrði haldinn í Borgartúni vegna breytinga á deiliskipulagi á Borgartúni 28 og 28a. Lagt var til í borgarráði fyrir 3 vikum síðan af hálfu borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgarráð fæli umhverfis- og skipulagsráði að halda opinn upplýsinga- og samráðsfund vegna breytinga á deiliskipulagi á lóð nr. 28 og 28a við Borgartún. Deiliskipulagið yrði ekki afgreitt fyrr en að loknum þeim fundi. Tillögunni var frestað á þeim fundi og var borin upp aftur í borgarráði nú á fimmtudaginn. Sambærileg tillaga var lögð fram í umhverfis- og skipulagsráði þann…

Lesa meira

Aðalskipulag Reykjavíkur ekki tekið upp á ný

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Aðalskipulag Reykjavíkur verður ekki endurskoðað eftir að tillaga Sjálfstæðisflokksins var felld á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að aðalskipulag Reykjvíkurborgar fyrir tímabilið 2010-2030 verði tekið til endurskoðunar eins og kveðið er á um í 35 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðalskipulagið er grunnur að borgarþróun næstu áratuga og því í anda lýðræðis og góðrar samvinnu við borgarbúa að fara í sjálfsagða skoðun á þeim atriðum sem hafa sætt hvað mestri gagnrýni. Ákvæði skipulagslaga byggja ekki síst á því að nýtt fólk sem kosið hefur verið til setu í sveitarstjórnum fái tækifæri til þess að koma að sínum hugmyndum í…

Lesa meira

Endurskoða ekki aðalskipulagið

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Meirihlutinn í borginni ákvað á borgarráðsfundi í gær að endurskoða ekki aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010-2030. Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði töldu það nauðsynlegt að taka þyrfti upp aðalskipulagið á ný til þess að meiri heildarsátt milli borgarbúa næðist um aðalskipulagið. Halldór og Júlíus Vífill gerðu þá tillögu að stofnaður yrði faglegur vinnuhópur sem hefði það að markmiði að rýna betur þau svæði og það skipulag sem sætt hefur hvað mestri gagnrýni síðan aðalskipulagið var samþykkt. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum sínum áður en umhverfis- og skipulagsráð tekur ákvörðun um hvort aðalskipulagið verði endurskoðað í upphafi nýs kjörtímabils eins og…

Lesa meira

Lestarkerfi gengur ekki upp

fluglestin-og-óli

Ólafur Kr. Guðmundsson, varamaður okkar í umhverfis- og skipulagsráði og varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fór í heimsókn til Reykjavík síðdegis á þriðjudaginn og ræddi þar um fyrirhugaðar lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Ólafur telur ma. hagkvæmara að nota meðalstóran fjölskyldubíl sem eyðir tæplega 3 lítrum á leið til Keflavíkur í stað þess að borga 3.800 kr. í lestargjald og leigubíl til þess að komast á lestarstöðina. Hlusta má á viðtalið við Ólaf hér. Á kynningarfundi sl. mánudag um fluglestina voru kynntar niðurstöður níu fyrirtækja og opinberra aðila um hraðlest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Á fundinum var gefin út skýrsla sem…

Lesa meira

Sitja í umhverfis- og skipulagsráði

Júlíus Vífill og Hildur Sverrisdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi, eru aðalfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar á þessu kjörtímabili. Júlíus Vífill og Hildur, sátu einmitt í umhverfis- og skipulagsráði á síðasta kjörtímabili. Varamennirnir í ráðið eru þau Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson. Fyrsti fundur nýs ráðs er einmitt í gangi núna.

Lesa meira

Hlíðarendabyggðinni rutt áfram

hlidarendabyggd.is

Breyting á deiliskipulagi Hlíðarendabyggðar var lögð fram í borgarráði í dag. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir íbúabyggð í kringum Valssvæðið en nánari upplýsingar um Hlíðarendabyggðina má nálgast á vef um byggðina hér. Á fundinum andmæltu þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, að deiliskipulagið yrði samþykkt á þeim forsendum að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar séu ekki að virða hina þverpólitísku sátt milli ríkis og borgar sem gerð var um flugvöllinn. Borgarráðsfulltrúarnir gagnrýndu formann borgarráðs, Dag B. Eggertsson, fyrir að fara áfram á fullt skrið með byggðaráform í Vatnsmýrinni og virða ekki störf þeirrar nefndar sem skipuð var í fyrrahaust. Nefndin,…

Lesa meira