Þjónustusamningi við skáta sagt upp

Úlfljótsvatn

Á fundi skóla- og frístundarráðs í gær var samþykkt tillaga sviðsstjóra skóla- og frístundarsviðs að sagt yrði upp þjónustusamningi milli Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvar skáta. Miðstöðin sem rekur skólabúðir að Úlfljótsvatni hefur verið í áratuga samstarfi við borgina og mótmæltu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins því á fundinum í gær. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, og Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi, sátu fund skóla- og frístundarráðs í gær þar sem þau sögðu að samstarf Reykjavíkurborgar og Útilífsmiðstöðvarinnar hefði alltaf verið með ágætum. Þau bentu á að í samninginn vanti nokkur ákvæði svo hann sé í fyllsta samræmi við styrkjareglur Reykjavíkurborgar frá árinu 2012. Eðlilegt væri að umræddum ákvæðum yrði…

Lesa meira

Sat sinn fyrsta fund

Örn Þórðarson

Örn Þórðarson, varamaður okkar í skóla- og frístundarráði sat sinn fyrsta fund í gær er ráðið fundaði. Örn telur menntamálin vera langstærsta og mikilvægasta málaflokk sveitafélaga en að hans mati eiga skólamálin fyrst og fremst að snúast um þarfir nemenda. Örn, sem sat í 13. sæti framboðslistans í vor setti inn uppfærslu á Facebook eftir fund í gær.

Lesa meira

Niðurstöður PISA opinberaðar

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Á vef Reykjavíkurborgar hafa niðurstöður PISA könnuninar verið birtar eftir að úrskurðarnefndar um upplýsingamál kvað upp úr um að borginni væri skylt að birta þær. Marta Guðjónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði borgarinnar segir nauðsynlegt að hægt sé að átta sig á hvar við þurfum að spýta í lófanna og ættum að líta á þetta fyrst og fremst sem tæki til þess. Marta telur einnig PISA gefa samanburð á menntakerfum milli landa. „Það fer lítið fyrir framförum í skólastarfi ef farið er með upplýsingar um stöðu skólanna eins og hernaðarleyndarmál“ bætti Marta við er hún talaði við Morgunblaðið um helgina….

Lesa meira

Verða að upplýsa um niðurstöður PISA

Ráðhús Reykjavíkur

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp dóm þann 24. júní sl. þar sem nefndin skipar Reykjavíkurborg að aflétta leynd af PISA-könnuninni sem borgin ákvað á síðasta kjörtímabili að birta ekki almenningi. Á þetta bæði við um niðurstöður könnuninnar og gögn sem starfsmenn borgarinnar hafa unnið með. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu í borgarstjórn í þann 18. mars 2014 sl. þar sem að við kröfðumst þess að árangur hvers skóla fyrir sig í einstökum greinum PISA-könnunar yrðu sendar skólastjórnendum, skólaráði og stjórn foreldrafélags í því skyni að hvetja til upplýstrar umræðu um kennsluhætti og námsárangur. Tillögunni var vísað frá með 10 atkvæðum Besta flokksins,…

Lesa meira