Vilja varðveita fornleifarnar

Lækjargata frá 1962.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi lagði fram á dögunum tillögu um að bregðast þyrfti við fornleifafundum í Lækjargötu. Lagði hann til í umhverfis- og skipulagsráði að skipuð yrði sérstök ráðgjafarnefnd um fornleifarnar sem hafa komið í ljós í sumar við undirbúning byggingarframkvæmda í Lækjargötu og við Tryggvagötu. „Mér fannst nauðsynlegt að hreyfa þessu máli og ná virku og formlegu sambandi við Minjastofnun um hvernig bregðast á við þessum fornleifa fundum“ sagði Júlíus Vífill í samtali við Morgunblaðið á dögunum. Ráðgjafarnefndinni er ætlað að aðstoða ráð borgarinnar og móta tillögur um hvernig væri best að verðveita fornleifarnar til framtíðar og gerðar almenningi…

Lesa meira

Sjálfstæðismenn vilja líf í garðana

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á fundi borgarstjórnar í vikunni lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að nýta opnu grænin svæðin í borginni með nýjum og ferskum hætti. Kjarninn í þeirra hugmynd er að fá unga listamenn til liðs við borgina með því að beina listhópum sem starfa á vegum Hins hússins út á hin grænu opnu svæði og bjóða ungum listamönnum og listnemum að taka þátt í verkefninu. Einnig var lagt að auðvelda fólki að opna sölubása og bjóða ýmsan varning meðal annars matvöur og kaffi í tjöldum og vögnum. „Þrátt fyrir að miðborgin er oft stöppuð af ferðamönnum á sumrin er enginn í…

Lesa meira

Hrun gatnakerfisins í borginni

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs á miðvikudaginn spurðust fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir um hvernig yrði brugðist við þeirri bagalegu stöðu í gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Segja þau að hrun hafi orðið í gatnamálum borgarinnar og víða eru hættur í umferðinni sem valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Tillagan sem þau lögðu fram á fundinum Gatnakerfi borgarinnar er mjög illa farið. Víða eru djúpar holur í malbiki sem skapa hættur í umferðinni og valda ökumönnum fjárhagslegu tjóni. Ljóst er að staðan er verri en nokkur dæmi eru um og ekki verður hjá því komist að grípa til aðgerða án tafar…

Lesa meira

Reykvíkingar verði vel upplýstir

eldgos

Á borgarráðsfundi fyrir tveim vikum spurðust borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson fyrir um stöðu almannavarnarmála í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, skrifaði grein um málið. Á fundi borgarráðs í gær komu svör um málið. Fram kemur í svarinu að unnið sé að uppfærslu á viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls frá eldsumbrotum við Bárðarbungu og að til staðar er áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að Reykvíkingar fái sem ítarlegar upplýsingar um áhættumatið og viðbragðsáætlun vegna hugsanlegs öskufalls. Leiðbeiningum um viðbrögð verði komið til borgarbúa. Eftir því sem íbúar þekkja betur til þessara mála verður öryggistilfinning…

Lesa meira

Vilja draga úr svifryki í borginni

frjokornaofnæmi

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu okkar fulltrúar fram tillögu sem snýr að því að draga úr svifryki í borginni með því að halda frjókornamagni í andrúmslofti í skefjum. Slíkt er helst gert með reglulegum grasslætti sem spornar gegn því að blóm illgresis frjóvgist og berist um andrúmsloftið.  Fjöldi þeirra sem glíma við slíkt ofnæmi hefur aukist verulega á undanförnum árum og því enn meiri ástæða til aðgerða. Nauðsynlegt er að borgin sjái um að gras sé slegið oftar og opin svæði hirt til að draga megi úr frjókornum í andrúmslofti því annars dregur ofnæmið verulega úr lífsgæðum fjölda…

Lesa meira

Goshvernum í Öskjuhlíð lokað

Goshverfinn Strókur í Öskjuhlíð

Búið er að loka goshvernum Strók, sem stendur við Perluna í Öskjuhlíð en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Fulltrúi Reykjavíkurborgar hjá skrifstofu eigna- og atvinnurþróunar segir að það krefjist stöðugrar vöktunar að sinna goshvernum og rekstrarkostnaður sé of mikill. Kjart­ani Magnús­syni, finnst slæmt að Stróki sé ekki haldið við. „Perl­an er einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður borg­ar­inn­ar og lands­ins. Strók­ur hef­ur skipt máli í því sam­bandi og er því slæmt að hon­um sé ekki haldið við, sér­stak­lega að kom­in sé órækt í kring­um hver­inn.“

Lesa meira