Sveigjanlegri þjónusta vegna þrifa

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Í seinnu umræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um sveigjanleika í þjónustu vegna þrifa. Tillagan var svohljóðandi: Tilraun verði gerð með sveigjanlegri þjónustu velferðarsviðs vegna þrifa. Ef fólk vill sækja þrif annað en til velferðarsviðs skal gera því það kleift. Samningar verði með þeim hætti að greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi fékk metið að á þyrfti að halda hjá sviðinu. Greitt verði fyrir þær klukkustundir sem viðkomandi er í þörf fyrir samkvæmt mati sviðsins. Reiknað verði tímagjald á klukkustund út frá þeim kostnaði sem sviðið ber vegna sömu þjónustu. Þó aldrei lægra tímagjald en reiknað hefur verið vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar…

Lesa meira

Breytingar í velferðarþjónustunni eru óumflýjanlegar

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tuttugu breytingartillögur við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2015 á borgarstjórnarfundi í gær. Fjárhagsáætlunin var meginumræðuefni fundarins en var fundi slitið rétt yfir miðnætti. Breytingartillögurnar fjölluðu um umbætur í velferðarmálum í ljósi þess að óbreytt fyrirkomulag þjónustunnar mun ekki mæta þörfum íbúa í næstu framtíð. Nauðsynlegt sé að fjárfesta í nýsköpun, tækni og rannsóknum í velferðarmálum enda standi þjónustan á tímamótum. Áhersla var lögð á að hefja óumflýjanlegt breytingarferli í þjónustunni með því að hefja greiningarvinnu, gera tilraunaverkefni og flýta fyrir innleiðingu tæknilausna. „Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að…

Lesa meira

Fjárfestum í nýsköpun og velferðartækni

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Eitt brýnasta mál Reykjavíkurborgar nú er að fjárfesta í nýsköpun, rannsóknum og innleiðingu tækni í velferðarmálum í Reykjavík. Verkefnum velferðarþjónustunnar fjölgar því fyrirséð er mikil fjölgun notenda og þar eru aldraðir stærsti hópurinn. Fyrirkomulagið sem rekið er í dag mun ekki geta mætt þörfum íbúa inn í næstu framtíð. Mikilvægt er að hefja óumflýjanlegt breytingaferli, búa til jarðveg fyrir nýsköpun í þjónustunni og fjárfesta í tæknilausnum og rannsóknum. Við sjálfstæðismenn óskuðum eftir umræðu um þetta mál í borgarstjórn á dögunum enda teljum við að ástandið sé orðið þannig að ekki verði beðið lengur með að fara af stað með verkefni…

Lesa meira

Hár launakostnaður vegna veikinda

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Launakostnaður Reykjavíkurborgar hefur undanfarin ár verið mun hærri en áætlanir gera ráð fyrir vegna veikinda starfsmanna og álags vegna yfirvinnu og stórhátíða. Bara á velferðarsviði er líklegt að um 150 milljón króna skekkja sé vegna þessa í 6 mánaða uppgjöri sviðsins. Fleiri svið glíma við sama vanda, þannig að gera má ráð fyrir að samanlögð upphæð sé mun hærri á heildina litið. Málið var rætt á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu á fundinum sem lagði til að borgarstjórn samþykki að gera sérstakt átak til að skoða gagngert hvernig megi bregðast við, skoða hvort veikindin séu vinnutengd og þá hvort…

Lesa meira

Gjaldskrá stýrir ákvörðunum foreldra

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

„Foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í fyrradag. Áslaug bendir á að dagforeldrakerfið sé mun ódýrara úrræði en að reka leikskóla. Með hverju barni á ungbarnaleikskóla greiði borgin 110-140 þúsund krónur en 46 þúsund hjá dagforeldrum. Þannig er mun dýrara að hafa barn hjá dagforeldri. „Það er hægt að lækka kostnað foreldra og borgarinnar með því að styrkja dagforeldrakerfið,“ segir Áslaug en hún hefur áhyggjur af dagforeldrastéttinni vegna fækkunar barna sem hljóti að tengjast gjaldskránni. „Eðlilegt er að foreldrar sem kjósa að nýta úrræði sem ódýrari eru…

Lesa meira

Mætti ná betri árangri með Atvinnutorgi

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar, lögðu fram tillögu þess efnis að ástæða væri til að auka við þjónustu Atvinnutorgs Reykjavíkur en Atvinnutorg í Reykjavík er atvinnutengt úrræði fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16 – 30 ára, óhað rétti þeirra til atvinnuleysisbóta. Atvinnutorg sinnir sérstaklega því fólki sem er án bótaréttar en einnig þeim einstaklinglinum sem eru að missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eða þurfa frekari einstaklingsmiðaðri stuðning við að koma sér út á vinnumarkaðinn. Áslaug María telur að Atvinnutorg hafi reynst vel til þess að aðstoða fólk til að komast af fjárhagsaðstoð. Ein af meginstefnum velferðarsviðs…

Lesa meira

Ósammála um fjárhagsaðstoð

Fjarhagsadstod2014

Á fundi velferðarráðs þann 26. júní sl. var rætt um skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í skýrslunni er fjallað um gildi þess að skilyrða fjárhagsaðstoð við til dæmis það að mæta og taka þátt í verkefnum og annað slíkt. Niðurstaða skýrslunnar er á þessa leið: „Samdóma niðurstaða þeirra heimilda sem skoðaðar voru er að skilyrðingar hafa ótvíræð áhrif við að hvetja þá einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð og á annað borð geta unnið til að leita sér að launavinnu. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um ungt fólk er að ræða“. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sitja…

Lesa meira

Velferðarkerfi borgarinnar á tímamótum

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði telja velferðarþjónustuna í Reykjavíkurborg standa á tímamótum. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs í gær þar sem forsendur fjárhagsáætlunar ráðsins voru lagðar fram til kynningar. Þegar horft er nokkur ár fram í tímann er ljóst að mæta þarf þjónustuþörf stærri hlutfalls íbúa sökum öldrunar og að skort hefur á þjónustu við fatlaða sem og að þjónustan er ekki veitt með nógu sveigjanlegum og persónulegum hætti. Mjög mikla áherslu þarf að leggja á hvernig þjónustukerfið í Reykjavík þarf að breytast til að vera í stakk búið til að mæta þessu aukna…

Lesa meira