Opinn fundur með borgarfulltrúum

opinnfundur_vardar

Vörður, fulltrúaráðið í Reykjavík stendur fyrir opnum fundi með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins miðvikudagskvöldið 25. febrúar kl. 20:00 í Valhöll. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík flytja stutta framsögu en að henni lokinni munu borgar- og varaborgarfulltrúar flokksins sitja fyrir svörum. Allir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu vera á svæðinu. Sjáumst hress í Valhöll.  

Lesa meira

Er Reykjavík velferðarborg?

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Þessu veltir fyrir sér Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi, sem verður gestur Óðins á málefnafundi á morgun, laugardag, 14. febrúar. Fundurinn hefst í Valhöll kl. 10:30 og eru allir velkomnir.  

Lesa meira

Opinn fundur um samfélagsmál

Kjartan og Marta

Í tilefni af útkomu skýrslu um sameiningar menntastofnanna á síðasta kjörtímabili heldur Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi opinn fund laugardaginn 14. febrúar klukkan 10:30 til 12:00 í félagsheimili okkar að Hverafold 1-3 (ath. nýtt heimilisfang). Kjartan Magnússon borgarfulltrúi og Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi verða gestir fundarins á laugardaginn kemur og munu þau fjalla um nýútkomna skýrslu um sameiningar skóla, leikskóla og skóla- og frístundaráðs. Við hvetjum sem flesta að kíkja í morgunkaffi laugardaginn 14. febrúar og eiga gott spjall um samfélagsmálin í hverfinu okkar, allir velkomnir. Á næstu mánuðum mun Félag sjálfstæðimanna í Grafarvogi standa fyrir fleiri opnum fundum á laugardagsmorgnum. Hægt…

Lesa meira

Hvernig aukum við öryggi gangandi vegfarenda?

km_oli

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, heldur opinn hádegisverðarfund um öryggi gangandi vegfarenda, á morgun, fimmtudaginn 13. nóvember í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Meðal annars verður fjallað um þá gagnrýni, sem fram hefur komið frá ýmsum aðilum, um að gangbrautarmerkingum sé ábótavant í borginni og að þar gæti ósamræmis. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Reykjavíkurborgar og Ólafur Kr. Guðmundsson varaformaður FÍB flytja stutt erindi á fundinum og taka við fyrirspurnum og ábendingum. Fundurinn hefst kl. 12 og verður um klukkustundarlangur. Boðið verður upp á súpu gegn vægu gjaldi, 1.000 krónur. Allir velkomnir!

Lesa meira

Flokksráðsfundur á morgun

Falkinn

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun, laugardag á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn sem snýr aðallega að breytingum skipulagsreglna flokksins hefst á ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins kl. 9:00 og verður hún í beinni útsendingu á xd.is. Nánar má kynna sér dagskrá fundarins hér.

Lesa meira

Fundur í Vesturbæ í dag

hofsvallagata

Klukkan 17:30 í dag munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fara yfir stöðuna í skipulagsmálum Vesturbæjar á opnum fundi í safnaðarheimilinu í Neskirkju. Fundurinn er á vegum Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi. Þetta er kjörið tækifæri til að fá yfirsýn yfir núverandi áætlanir um uppbyggingu og þéttingu byggðar og ræða ýmis mál tengd þeim sem snerta okkur vesturbæinga. Gestir fundarins eru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Allir velkomnir, kaffi á könnunni. Skoðaðu viðburðinn á Facebook.

Lesa meira

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

halldor_samband

Borgarfulltrúar allra flokka sátu í dag og í gær á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík. Sambands íslenskra sveitarfélaga sér um ráðstefnuna en á ráðstefnuna koma borgar-, bæjar- og héraðsfulltrúar af öllu landinu. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og jafnframt formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga setti ráðstefnuna í gærmorgun en hann fór yfir nokkur mál sem að sveitarfélögin glíma við um þessar mundir. Hann minnti meðal annars á þá þversögn sem sveitarfélögin standa frammi fyrir sem er krafan um að minnka hið opinbera kerfi um leið og þjónustuþörfin eykst til dæmis vegna fjölgunar aldraðra.  Hann benti á…

Lesa meira

Farið yfir málin á fundi Varðar

Lok fundar

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hélt fund með borgar- og varaborgarfultrúum Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn sl. í Valhöll. Fulltrúarnir fengu öll stutta framsögu og af því loknu svöruðu þeir spurningum fundarmanna. Óttarr Guðlaugsson, formaður Varðar, stýrði fundinum. Halldór fór vel yfir þau helstu mál sem við höfum talað fyrir á síðustu borgarstjórnarfundum og í borgarráði. Fundurinn gekk mjög vel og var mikil og góð samstaða sem ríkti milli fundarmanna og borgarfulltrúanna. Borgarfulltrúarnir halda nú norður á Akureyri á Landsþing Sambands íslenskra sveitafélaga en Halldór er einmitt formaður sambandsins. Hér að neðan eru nokkrar myndir af fundinum.

Lesa meira

Fyrsti málefnafundur Óðins

halldorh_eirikur_ingibjorg_odinsfundur

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, var gestur Málfundafélagsins á fyrsta málefnafundi þess í Valhöll á laugardainn sl. Halldór fór yfir stöðuna í borgarmálum og kom meðal annars inn á rekstur borgarinnar og benti þar á að mörg sveitarfélög hafa bætt rekstur sinn og að 14 sveitarfélög á landinu eru ekki að fullnýta útsvarið. Reykjavík virðist ekki vera að ná að taka til í rekstrinum og skuldasöfnun borgarinnar er óviðunandi. Þá voru húsnæðismálin einnig rædd ásamt skipulagsmálum. Fundarmenn höfðu áhyggjur af útvistarsvæðum í borginni en þau ber að verja fyrir ágangi skipulagstillagna meirihlutans. Stjórn Óðins þakkar Halldóri góðan fund og…

Lesa meira