Hildur


Hildur Sverrisdóttir

Hildur Sverrisdóttir er lögfræðingur að mennt.  Hildur starfaði lengi sem lögfræðingur og lögmaður hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Með laganámi starfaði hún sem framkvæmdastjóri V-dagsins, sem berst gegn kynferðisbrotum og einnig sem framkvæmdastjóri Reykjavík Dance Festival. Þar á undan gegndi hún stöðu verkefnisstjóra Jafningjafræðslunnar fyrir ÍTR og menntamálaráðuneytið. Hildur hefur starfað erlendis, meðal annars á lögmannsstofu í London og í flóttamannabúðum í Serbíu.

Hildur hefur um nokkurt skeið skrifað bakþanka í Fréttablaðið og hún ritstýrði bókinni Fantasíur.

Hildur er fyrsti varaborgarfulltrúi og situr í umhverfis- og skipulagsráði, mannréttindaráði, bílastæðanefnd og nýrri stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd. Hún situr í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða.