Júlíus


Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi

Júlíus Vífill er alinn upp í Vesturbænum en foreldrar hans eru Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir og Ingvar Júlíus Helgason forstjóri. Starfsferill Júlíusar byggist upp á tveimur ólíkum áhugamálum en hann er bæði lögfræðingur og óperusöngvari. Sem slíkur hefur hann starfað sem formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 2008–2010, formaður stjórnar Faxaflóahafna 2008–2010 og formaður Miðborgarstjórnar 2007–2008, svo dæmi séu tekin. Hann hefur einnig starfað sem formaður stjórnar Íslensku óperunnar frá 2007 og verið í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2002–2010, auk þess sem hann hefur verið í stjórn Styrktarsjóðs Umhyggju frá 2009. Júlíus Vífill er kvæntur Svanhildi Blöndal presti og eiga þau fjögur börn.

Júlíus Vífill situr í borgarráði, menningar- og ferðamálaráði, hverfisráði Miðborgar og situr í stjórn Faxaflóahafna.