Kjartan

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi

Kjartan Magnússon er fæddur í Reykjavík og uppalinn í Vesturbænum en hann er stúdent frá MR og nam síðar sagnfræði við Háskóla Íslands. Kjartan hefur tekið þátt í flokkstarfi sem formaður Heimdallar og sem varaborgarfulltrúi, auk þess sem hann hefur setið í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Kjartan var formaður nefndar um gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Reykjavík 2002–2007 og sat í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994–2000. Hann var einnig í stjórn Alþjóðahússins 2001–2003, stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 1998–2002, og í jafnréttisnefnd Reykjavíkur 1994–2002. Kjartan starfar nú sem borgarfulltrúi en hann er kvæntur Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Kjartan situr í skóla- og frístundarráði, íþrótta- og tómstundaráði og hverfisráði Vesturbæjar. Hann er jafnframt stjórnarmaður í Orkuveitunni. Kjartan er svo varamaður í borgarráði.