Marta

Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi

Marta starfar sem grunnskólakennari en hún er stúdent frá MS og lauk námi í bókmenntafræði og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Marta var formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 2007–2010, miðstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins 2007–2010 og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins frá 2010. Hún hefur starfað sem nefndarfulltrúi, meðal annars í skóla- og frístundaráði og í íþrótta- og tómstundaráði frá 2010. Þá hefur hún einnig verið í framkvæmdastjórn Vímulausrar æsku frá 2013 og starfað sem formaður mannréttindaráðs Reykjavíkur frá 2010. Marta er gift Kjartani Gunnari Kjartanssyni blaðamanni og eiga þau tvö börn.