Hár launakostnaður vegna veikinda

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

Launakostnaður Reykjavíkurborgar hefur undanfarin ár verið mun hærri en áætlanir gera ráð fyrir vegna veikinda starfsmanna og álags vegna yfirvinnu og stórhátíða. Bara á velferðarsviði er líklegt að um 150 milljón króna skekkja sé vegna þessa í 6 mánaða uppgjöri sviðsins. Fleiri svið glíma við sama vanda, þannig að gera má ráð fyrir að samanlögð upphæð sé mun hærri á heildina litið. Málið var rætt á borgarstjórnarfundi í gær. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fluttu tillögu á fundinum sem lagði til að borgarstjórn samþykki að gera sérstakt átak til að skoða gagngert hvernig megi bregðast við, skoða hvort veikindin séu vinnutengd og þá hvort…

Minnihlutinn fær sæti

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku gerðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins athugasemd við af hverju að minnihlutinn (Sjálfstæðisflokkurinn + Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir) fái ekki sæti í ferlinefnd fatlaðra. Samkvæmt samþykktum nefndarinnar er ferlinefnd fatlaðs fólks skipuð 6 fulltrúum og jafnmörgum til vara. Borgarráð kýs einn fulltrúa sem skal vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi sem jafnframt skal vera formaður nefndarinnar. Öryrkjabandalag Íslands tilnefnir þrjá fulltrúa og skal í tilnefningunni taka tillit til mismunandi aðgengisþarfa, svo sem aðgengi hreyfihamlaðra, sjónskertra og blindra. Þroskahjálp tilnefnir einn fulltrúa og Félag eldri borgara tilnefnir einn fulltrúa. Ferlinefnd mótar stefnu í ferlimálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til umhverfis- og skipulagsráðs sem varða verksvið hennar….

Gjaldskrá stýrir ákvörðunum foreldra

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi

„Foreldrum er stýrt frá dagforeldrum og inn á leikskólana með gjaldskrám borgarinnar,“ sagði Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í ræðu sinni á borgarstjórnarfundi í fyrradag. Áslaug bendir á að dagforeldrakerfið sé mun ódýrara úrræði en að reka leikskóla. Með hverju barni á ungbarnaleikskóla greiði borgin 110-140 þúsund krónur en 46 þúsund hjá dagforeldrum. Þannig er mun dýrara að hafa barn hjá dagforeldri. „Það er hægt að lækka kostnað foreldra og borgarinnar með því að styrkja dagforeldrakerfið,“ segir Áslaug en hún hefur áhyggjur af dagforeldrastéttinni vegna fækkunar barna sem hljóti að tengjast gjaldskránni. „Eðlilegt er að foreldrar sem kjósa að nýta úrræði sem ódýrari eru…

Ótrúverðugt plagg

Áslaug María í borgarstjórn

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu samstarfssáttmála meirihlutans á borgarstjórnarfundi í gær. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, var harðorð í garð meirihlutans og sagði að samstarfssáttmálinn væri „ekki á neinn hátt trúverðugur“. Áslaug nefndi ma. að áhrif Vinstri grænna séu greinilega mikil á samstarfið. Orðum sínum til stuðnings vísaði hún í bókanir á fundi velferðarráðs þar sem Samfylking og Björt framtíð hafi tekið skoðanalegan viðsnúning frá fyrra kjörtímabili þar sem þeir gátu ekki tekið undir niðurstöðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um skilyrðingar og fjárhagsaðstoð. Þar kemur fram að erlendar rannsóknir bendi eindregið til að skilyrðingar hafi ótvíræð áhrif við að hvetja viðtakendur fjárhagsaðstoðar til þess…

Mætti ná betri árangri með Atvinnutorgi

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði Reykjavíkurborgar, lögðu fram tillögu þess efnis að ástæða væri til að auka við þjónustu Atvinnutorgs Reykjavíkur en Atvinnutorg í Reykjavík er atvinnutengt úrræði fyrir unga atvinnuleitendur á aldrinum 16 – 30 ára, óhað rétti þeirra til atvinnuleysisbóta. Atvinnutorg sinnir sérstaklega því fólki sem er án bótaréttar en einnig þeim einstaklinglinum sem eru að missa bótarétt sinn hjá Vinnumálastofnun eða þurfa frekari einstaklingsmiðaðri stuðning við að koma sér út á vinnumarkaðinn. Áslaug María telur að Atvinnutorg hafi reynst vel til þess að aðstoða fólk til að komast af fjárhagsaðstoð. Ein af meginstefnum velferðarsviðs…

Ósammála um fjárhagsaðstoð

Fjarhagsadstod2014

Á fundi velferðarráðs þann 26. júní sl. var rætt um skýrslu Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Í skýrslunni er fjallað um gildi þess að skilyrða fjárhagsaðstoð við til dæmis það að mæta og taka þátt í verkefnum og annað slíkt. Niðurstaða skýrslunnar er á þessa leið: „Samdóma niðurstaða þeirra heimilda sem skoðaðar voru er að skilyrðingar hafa ótvíræð áhrif við að hvetja þá einstaklinga sem fá fjárhagsaðstoð og á annað borð geta unnið til að leita sér að launavinnu. Sérstaklega er þetta talið mikilvægt þegar um ungt fólk er að ræða“. Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi, og Börkur Gunnarsson, varaborgarfulltrúi, sitja…

Vilja endurskoða ferðamálastefnu borgarinnar

Mynd af reykjavik.is

Á borgarráðsfundi sem stendur yfir núna lögðu Halldór Halldórsson og Áslaug María Friðriksdóttir fram tillögu sem snýr að því að endurskoða ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar. Í ferðamálastefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna næði um milljón árið 2020 en árið 2012 var þeim fjölda náð og hann eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju. Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta…

Vilja draga úr svifryki í borginni

frjokornaofnæmi

Á fundi borgarráðs í sl. viku lögðu okkar fulltrúar fram tillögu sem snýr að því að draga úr svifryki í borginni með því að halda frjókornamagni í andrúmslofti í skefjum. Slíkt er helst gert með reglulegum grasslætti sem spornar gegn því að blóm illgresis frjóvgist og berist um andrúmsloftið.  Fjöldi þeirra sem glíma við slíkt ofnæmi hefur aukist verulega á undanförnum árum og því enn meiri ástæða til aðgerða. Nauðsynlegt er að borgin sjái um að gras sé slegið oftar og opin svæði hirt til að draga megi úr frjókornum í andrúmslofti því annars dregur ofnæmið verulega úr lífsgæðum fjölda…

Ekki góður díll

Perlan

Á fundi borgarráðs í gær var lagður fram viðauki við leigusamning sem Perlan gerði við rekstraraðila veitingarstaðarins í Perlunni en leigusamningurinn var samþykktur í nóvember í fyrra. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á fundinum, þær Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverrisdóttir, létu bóka eftirfarandi undir þessum lið. Bókun Sjálfstæðisflokksins Fyrir nokkru síðan keypti Reykjavíkurborg Perluna af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 950 m.kr. og létu borgarbúa um að taka á sig að koma þeirri eign í verð í stað þess að selja hana á almennum markaði. Það er almenn regla hjá Reykjavíkurborg að leigutekjur á ári miðist við 8% af virði eignarinnar sem myndi hljóða upp…

Velferðarkerfi borgarinnar á tímamótum

Áslaug og Börkur

Áslaug María Friðriksdóttir og Börkur Gunnarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í velferðarráði telja velferðarþjónustuna í Reykjavíkurborg standa á tímamótum. Þetta kom fram á fundi velferðarráðs í gær þar sem forsendur fjárhagsáætlunar ráðsins voru lagðar fram til kynningar. Þegar horft er nokkur ár fram í tímann er ljóst að mæta þarf þjónustuþörf stærri hlutfalls íbúa sökum öldrunar og að skort hefur á þjónustu við fatlaða sem og að þjónustan er ekki veitt með nógu sveigjanlegum og persónulegum hætti. Mjög mikla áherslu þarf að leggja á hvernig þjónustukerfið í Reykjavík þarf að breytast til að vera í stakk búið til að mæta þessu aukna…